Fyrrverandi forseti AS, Drífa Snædal, hefur nú vent kvæði sínu í kross og ákveðið að skipta um vettvang; Drífa hefur verið ráðin talskona Stígamóta frá og með 1. mars næstkomandi.
Tekur Drífa við starfinu af Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur. sem hverfur til annarra starfa samkvæmt tilkynningu frá Stígamótum.

Drífa er þó ekki alveg ókunnug málaflokknum; hún stýrði Samtökum um kvennaathvarf á sínum tíma; hefur beitt sér af krafti í jafnréttismálum, gegn mansali sem og kynbundinni og kynferðislegri áreitni:
„Stígamót hafa haft afgerandi áhrif á samfélagsumræðuna síðustu áratugi og veitt þúsundum brotaþola aðstoð vegna afleiðinga ofbeldis. Stígamót eru hreyfiafl sem eiga fáa sinn líka.“