Fimmtudagur 25. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

„Ef ég gæti myndi ég drepa þennan mann sem fór svona með hana“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gerður Berndsen hefur í rúma tvo áratugi barist fyrir því að réttlætinu sé fullnægt í máli dóttur hennar, Áslaugar Perlu Kristjónsdóttur, sem myrt var með skelfilegum hætti 27. maí árið 2000. Áslaugu var kastað fram að svölum á 10.hæð í Engihjalla 9 í Kópavogi.

Morðingi hennar, Ásgeir Ingi Ásgeirsson, var sakfelldur fyrir morðið og dæmdur í 14 ára fangelsi sem síðan var þyngdt um 2 ár. Gerður hefur alltaf verið ósátt við dóminn og vill að málið verði tekið upp að nýju með það fyrir augum að sannað verði að dóttur hennar hafi verið nauðgað fyrir morðið.

Rúm 20 ár eru síðan Áslaug var svívirt og myrt. Gerður segist sannfærð um að dóttir hennar hafi ekki átt samræði við Ásgeir af fúsum og frjálsum vilja. „Hún var án nærbuxna sem hann hafði rifíð utan af henni og fundust rifnar í vasa morðingjans,“ er meðal þess sem Gerður sagði í viðtali við DV um málið.

Áslaug Perla Kristjónsdóttir, 1979–2000. Blessuð sé minning hennar.

Myrt af ókunnugum manni

Áslaug fór heim með Ásgeiri af skemmtistað í miðbænum. Fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa stundað kynlíf með henni en Gerður fullyrðir að Ásgeir hafi nauðgað Áslaugu. Þegar hún hafi ekki viljað stunda kynlíf með honum kastaði hann henni fram af svölunum.

Ásgeir hlaut 16 ára dóm fyrir verknaðinn og var einnig dæmd­ur til að greiða for­eldr­um Áslaugar 1,7 millj­ón­ir króna í bæt­ur. Hann neitaði að hafa hrint stúlkunni fram af svölunum. Í fyrstu hélt hann því fram að Áslaug hefði sjálf dottið yfir 119 sentímetra hátt handriðið en viðurkenndi síðar að hafa ýtt henni fram af.

- Auglýsing -

Í viðtali við DV viðurkennir Gerður að morðingja dóttur hennar geti hún aldrei fyrirgefið. Ekki líði sá dagur án þess að Áslaug sé í huga hennar og það margoft yfir daginn. „Ef ég gæti myndi ég drepa þennan mann sem fór svona með hana; svíviiti og myrtí miskunnarlaust með köldu blóðiþ Það víkur ekki úr huga mér hvernig henni hlýtur að hafa liðið þegar hún fann að hún réði ekki við manninn og var á leið fram af svölunum og fallið niður beið hennar. Ég spyr mig líka hvað hún hugsaði á leið niður af tíundu hæð á
steinsteypta stéttina fyrir neðan.“

Sat inni til 2010

Ásgeir slapp út á reynslulausn í desember 2010. Þá átti hann eftir að afplána 1.920 daga af dómnum sem hann hlaut fyrir morðið. Árið 2012 var Ásgeir svo aftur dæmdur, þá í 12 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás gegn þáverandi sambýliskonu á meðan hann var á reynslulausn. Árið 2016 endaði hann svo aftur inni á Litla-hrauni þegar hann braut af sér, þá einnig á meðan reynslulausn stóð.

- Auglýsing -

Þegar hringt var í Gerði á sínum tíma og henni færðar hinar hræðilegu fréttir þá fór hún eðlilega í algjört áfall. Stundum eftir tíðindin lýsti hún svona:

vÉg fleygði símanum í gólfið og lagðist upp í rúm gjörsamlega lömuð. Gat ekki einu sinni spurt hvað hefði gerst og vildi ekki tala við neinn, bað fólk að fara, ég vildi frið. Ég man að það kom einhver og gaf mér sprautu og skildi eftir róandi lyf.“

Áslaug var aðeins 21 árs gömul og lést af áverkum sínum eftir að hafa fallið af níundu hæð fjölbýlishúss í Kópavogi. Ásgeir var ákærður fyrir morðið en neitaði fyrst um sinn sök. Ákæruvaldið taldi öll gögn benda til að Ásgeir hafi ýtt Áslaugu yfir handriðið. Talið er að hann hafi orðið Áslaugu að bana því hún hafi neitað honum um samfarir.

Líkti eftir fallinu með blístri

Morgunblaðið fjallaði um dóminn gegn Ásgeir og fjallaði þar jafnframt um hegðun Ásgeirs við handtöku og líkamsskoðun á Landspíalanum. Er hann sagður meðal annars hafa hótað lögreglumönnum og börnum þeirra lífláti ásamt því að hafa ítrekað líkt eftir verknaðnum með flauti líkt og eitthvað væri að falla úr mikilli hæð með tilheyrandi dynki við lendingu.

Gerður hefur ítrekað kallað eftir endurupptöku málsins. Í samtali við Fréttablaðið sagði hún mannslíf lítils metin innan réttarkerfsisins og óskar hún þess að dómstólar viðurkenni að Áslaugu hafi verið nauðgað, áður en henni var ráðinn bani.

„Þegar við pabbi Áslaugar Perlu fórum til lögreglunnar var okkur sagt að blúndunærbuxur hennar úr satíni hefðu fundist í rassvasa handtekna, tættar í sundur á báðum hliðum. Gallasmekkbuxur hennar girtar niður að hnjám og önnur krækjan á þeim skemmd. Hún var í þrennum glænýjum fatnaði; gallasmekkbuxum, nærbuxum og íþróttaskóm,“ sagði Gerður.

Missti alsystur sína

Blaðakonan Ragnheiður M. Kristjónsdóttir fjallaði um á átakanlegan hátt í pistli þegar hún missti alsystur sína, Áslaugu Perlu. Hún segir að móðir þeirra hafi hreinlega aldrei jafnað sig eftir áfallið.

„Ég gleymi aldrei nístandi öskrum móður minnar og hvernig hún brotnaði niður og varð að engu. Þetta varð því einnig dagurinn sem ég missti mömmu mína.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -