Þriðjudagur 16. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Ef fluginu þínu seinkar geturðu átt rétt á 90 þúsund krónum í skaðabætur og frítt að borða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Farþegar sem lenda í aflýsingu á flugi, neitun á fari vegna yfirbókunnar eða seinkunum á flugi geta átt rétt á bótum sem nema allt að 600€ eða um 90 þúsund krónum. Þetta er samkvæmt reglugerð Evrópusambandsins.

Auk mögulegra skaðabóta eiga flugfarþegar rétt á máltíð og hressingu í samræmi við lengd tafar, gistingu og ferð á gististað ef við á. Eins eiga farþegar rétt á símtölum og skilaboðasendingum þeim að kostnaðarlausu.

Farþegum stendur einnig til boða að velja á milli þess að fá miðan endurgreiddan að hluta til eða að fullu, annað flug við fyrsta tækifæri eða annað flug síðar.

Bætur vegna niðurfærslu á farrými eru í samræmi við lengd flugs og er í formi endurgreiðslu 30-70 prósent farmiðaverðs.

Ef farþega er neitað um far skal hann leita til fulltrúa þess flugfélags sem hann á pantað flug hjá. Ef ferð var keypt hjá ferðaskrifstofu eða öðru flugfélagi en sér um flugið er hægt að leita til þess aðila. Ef flugfélagið stendur ekki við skyldur sínar getur farþegi sent kvörtun til Samgöngustofu eða ef flugið er hluti af pakkaferð skulu kvartanir berast til úrskurðarnefndar í ferðamálum eða Neytendastofu.

Neytendastofa gerir ágæta samantekt á réttindum flugfarþega á vefsíðu sinni en ítarlegri yfirferð auk reglugerðarinnar má finna á vef Samgöngustofu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -