Efnahagstaðan góð og uppbygging heilbrigðiskerfis í fullum gangi

Deila

- Auglýsing -

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði efnahagstöðu í landinu vera góða og að uppbygging heilbrigðiskerfis sé í fullum gangi. Þetta tók hún fram í eldhúsdagsumræðum á Alþingi. „Stóraukið fjármagn hefur verið lagt í opinberar fjárfestingar sem skilar sér í innviðauppbyggingu um allt land.”

„Fyrir þinginu liggur metnaðarfull heilbrigðisstefna til ársins 2030.” Lilja segir jöfnuð aukinn með lægri greiðsluþáttöku sjúklinga. Hún benti á að komugjald aldraðra og öryrkja hefur verið felld niður. Þá hafi framlag til tannlækninga aldraðra og öryrkja einnig verið stóraukin. „Ég efast um að á öðrum tíma hafi verið jafn metnaðarfull uppbygging í heilbrigðismálum og nú er í tíð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.”

Lilja sagði ríkisstjórnina vinna að metnaðarfullri samgönguáætlun og þegar lagt aukið fjármagn samgöngur. Það muni leiða til aukins öryggis í umferðinni. Þá nefndi hún Dýrafjarðargöngin sem mikilvægan áfanga í uppbyggingu landsbyggðar. „Góðar samgöngur skipta sköpum fyrir eflingu byggða um allt land og uppbyggingu atvinnulífs, aðgengi að menntun og þjónustu og trú fólks á framtíðina í sinni heimabyggð.”

- Advertisement -

Athugasemdir