Mánudagur 15. júlí, 2024
14.8 C
Reykjavik

Gísli grét þegar hann viðurkenndi brot sitt fyrir Hönnu Birnu: „Það er ég sem gerði þetta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hanna Birna Kristjánsdóttir er komin aftur á sjónarsviðið eftir að hafa haldið sig úr sviðsljósinu árum saman. Í viðtali í hlaðvarpsþættinum Eftirmál ræðir Hanna Birna um lekamálið alræmda en það varð á endanum til þess að hún þurfti að segja af sér ráðherraembætti og Gísli Freyr Valdórsson, þáverandi aðstoðarmaður hennar, var dæmdur í skilorðsbundið átta mánaða fangelsi. Í hlaðvarpinu ræðir Hanna Birna þegar Gísli viðurkenndi loksins að hafa brotið af sér í starfi eftir að hafa neitað því ítrekað.

„Ég opnaði hurðina og ég áttaði mig strax á því að eitthvað mikið var að, af því að hann kemur labbandi og hans yndislega kona með honum og þau eru bæði grátandi. Ég tek á móti honum og Þórey var með okkur líka. Hann sest niður og svo er þetta bara eins og í einhverju…ég veit ekki hverju. Hann kemur varla upp orði, getur varla talað. Og hann segir bara: „Þetta er ég. Þetta var ég.“ Það er það eina sem hann kemur upp í rauninni. Og ég skildi ekki einu sinni almennilega í fyrstu hvað hann var að tala um. Svo segir hann: „Það var ég sem lak skjalinu. Það er ég sem gerði þetta. Og ég get ekki gengið lengur í gegnum þetta. Ég get ekki meira af þessu,“ en Gísli lak minnisblaði úr innanríkisráðuneytinu sem snéri að hælisleitandanum Tony Omos en Gísli bætti við setningum í minnisblaðið um að Omos væri grunaður um mansal.

„Ég var leið; ég var undrandi, ég var vonsvikin. Þetta var einstaklingur sem ég treysti. En þegar ég horfi til baka þá fann ég rosalega til með honum. Ég hafði einlægar áhyggjur af honum. Fyrir mér var þetta auðvitað það mikið áfall, en loksins skildi ég þó málið. Loksins var einhvern veginn púsluspilið komið fyrir framan mann. Þetta var áfall, þetta var vonbrigði og þetta var hræðilega óþægileg stund.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -