Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

„Ég held að færri myndu beita ofbeldi ef þeir vissu hver áhrifin geta verið á börnin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég held að færri myndu beita ofbeldi ef þeir vissu hver áhrifin geta verið á börnin,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins í samtali við Mannlíf.

Sigþrúður var gestur á upplýsingafundi al­manna­varna­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra í síðustu viku og nýtti þá tækifærið til að vekja vakti athygli á því að heimilisofbeldi hefur gríðarleg áhrif á börn, jafnvel þó að þau verði ekki vitni af ofbeldinu sjálfu.

„Börn eru snjöll í að þykjast vera sofandi og þykjast ekki vita neitt.“

Hún segir algengt að foreldrar sem verða fyrir eða beita ofbeldi telji sér trú um að börnin verði ekki fyrir áhrifum svo lengi sem ofbeldið beinist ekki gegn börnunum. Sigþrúður segir rannsóknir þvert á móti sýna að það mælist ekki mikill marktækur munur á afleiðingum þess fyrir barn að verða fyrir líkamlegu ofbeldi heima hjá sér eða að verða vitni af ofbeldi sem barn hins vegar.

„Þetta er mjög algengt, að þolandi og gerandi halda að börnin viti ekki hvað sé að gerast. En börn eru snjöll í að þykjast vera sofandi og þykjast ekki vita neitt,“ útskýrir Sigþrúður.

Hún segir gerendur og þolendur oft vera í miklum feluleik varðandi ofbeldið og að börnin skynji að þau eigi ekki að ræða ofbeldið. „Þetta er mikið leyndarmál sem börnin taka þátt í,“ segir Sigþrúður. Slíkur feluleikur getur valdið börnum miklum kvíða að hennar sögn.

Áhrif á barnæsku og efri ár

- Auglýsing -

Beðin um að nefna dæmi um þau áhrif sem barn getur orðið fyrir við það að alast upp á heimili þar sem heimilisofbeldi er beitt segir Sigþrúður: „Eiginlega allt slæmt sem getur komið fyrir fólk á lífsleiðinni er líklegra til að koma fyrir einstaklinga sem alast upp á heimili þar sem ofbeldi er beitt, bæði í barnæsku og í framtíðinni. Heimilisofbeldi getur sem dæmi haft áhrif á svefn- og matarrútínu ungra barna og getu þeirra til að mynda tengsl. Þessi börn eru þá líklegri til að lenda í vandræðum þegar þau koma inn í skólakerfið, t.d. í samskiptum,“ tekur Sigþrúður sem dæmi. Hvað efri árin varðar segir hún: „Fólk er þá líklegra til að eiga erfitt með að fóta sig á vinnumarkaði og rannsóknir sýna núna að líkur á langvinnum sjúkdómum eykst hjá þeim sem alast upp á heimili þar sem ofbeldi er beitt.“

„Ég held að færri myndu beita ofbeldi ef þeir vissu hver áhrifin geta verið á börnin,“ segir Sigþrúður. Mynd / Hákon Davíð

Heimilisofbeldi hefur ýmis bein og óbein áhrif á börn að sögn Sigþrúðar. Hún segir andrúmsloftið sem ríkir á heimilum þar sem ofbeldi er beitt geta valdið því að börn eru ekki sá miðpunktur sem þau þurfa að vera.

„Eina stundina er allt gott og allir vinir og þá næstu er allt kolvitlaust. Þetta ástand étur upp alla orkuna og þá er engin orka eftir til að búa til rútínu fyrir barnið.“

- Auglýsing -

Auðvelt að telja sér trú um að börnin viti ekki af ofbeldinu

Sigþrúður segir algengt að konur sem leita í Kvennaathvarfið eigi erfitt með að skilgreina ástandið sem ríkir á heimilinu. „Þær afsaka sig oft fyrir að vera að eyða tíma okkar. Þær segjast ekki vera beittar ofbeldi heldur séu bara í smávandræðum með karlinn. Í viðtölum kemur svo jafnvel í ljós að þær hafa verið beittar andlegu og líkamlegu ofbeldi í mörg ár,“ segir Sigþrúður. Hún bendir á að ef konurnar sjálfar eigi erfitt með að skilgreina og skilja það sem þær eru að upplifa sé auðvelt fyrir þær að telja sér trú um að börnin viti ekki af ofbeldinu.

Að lokum tekur Sigþrúður fram að þó að heimilisofbeldi hafi gríðarleg áhrif á börn þá sé ekki þar með sagt að þau séu dæmd til að lenda í vandræðum eða verða sjúklingar. „Það er hægt að hjálpa þessum börnum.“

Fróðleik um börn og ofbeldi er að finna inni á vef Kvennaathvarfsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -