Laugardagur 15. júní, 2024
9.8 C
Reykjavik

Fyrrum tengdapabba Diddy býður við myndbandinu: „Ég myndi ekki koma svona fram við óvin minn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Faðir Kim Porter, Jake Porter, lýsir andstyggð sinni yfir nýlega birtu myndbandi af Sean „Diddy“ Combs, sem réðst á söngkonuna Cassie Ventura árið 2016. Diddy er fyrrverandi tengdasonur Jake.

Jake ræddi við Rolling Stone tímaritið á föstudaginn en dóttir hans, Kim heitin, var í sambandi með Diddy í fjöldi ára og átti með honum þrjú börn. Í viðtalinu gagnrýndi Jake tengdasoninn fyrrverandi harðlega, vegna myndbands sem lak nýlega á vefinn.

„Þú mátt segja að mér bjóði við myndbandinu,“ sagði Jake í viðtalinu. „Ég myndi ekki koma svona fram við óvin minn. Þetta var fyrirlitlegt.“

CNN birti myndband í maí sem sýnir líkamsárás Diddy á þáverandi kærustu sinni, Cassie Ventura árið 2016 á ganginum á InterContinental hótelinu í Century City, Los Angeles. Í myndbandinu sést Cassie fara út úr hótelherbergi og ganga að lyftu. Diddy, með handklæði um mittið á sér, hleypur á eftir söngkonunni og grípur hana í hnakkann og kastar henni í gólfið. Hann snýr sér svo til að sparka í hana þar sem hún liggur á jörðinni. Því næst tekur Diddy upp veski hennar sem dottið hafði á gólfið, áður en hann snýr sér svo við til að sparka aftur í Cassie. Tekur hann svo í hettuna á peysunni hennar og dregur hana eftir ganginum en sleppir henni svo og gengur í átt að herbergi sínu. Cassie hljóp þá aftur að lyftunum og kom sér út.

Hér má sjá myndbandið en lesendur eru varaðir við myndefninu:

- Auglýsing -

„Ég trúði því ekki,“ sagði Jake um ofbeldið sem sést í myndbandinu. „Ég var í Víetnam og ég myndi ekki gera þetta við óvin minn.“ Bætti hann við að þó að hann hafi aldrei séð ógnandi hegðun Diddy gagnvart dóttur hans, eða ofbeldi á meðan þau áttu í ástarsambandi, þá velti hann nú fyrir sér, eftir að hafa séð myndbandið, hvort slíkt gæti hafa gerst.

„Ég vissi ekki að hann gæti lagst svo lágt,“ sagði Jake. „Ég ímynda mér að þetta hafi komið mörgum á óvart. Ég myndi ekki einu sinni gera svona við hund. Hugur minn er hjá Cassie.“

Jake deildi líka hugsunum sínum um ástarsamband Diddy við dóttur sína en þau hættu saman og byrjuðu aftur saman ítrekað frá 1994 til 2007, og sagði í viðtalinu að honum hafi þótt Diddy vera „mjög afbrýðisamri manneskju“ og það hafði áhrif á samband þeirra.

- Auglýsing -

„Þau elskuðu hvort annað. Ást Kim var sönn. Ást Puffy (eitt af fjölmörgum listamannanöfnum Diddy), ég veit ekki hvað hann kallar ást, þú veist hvað ég meina? Ég held í rauninni að hann hafi ekki hugmynd um hvað ást er,“ sagði Jake.

Á þessum 13 árum eignuðust Kim og Diddy þrjú börn, tvíburadæturnar Jessie James og D´Lila, (17), og soninn Christian (26). Kim átti svo soninn Quincy úr fyrra sambandi.

Kim, Diddy og börnin

Kim lést úr lungnabólgu 15. nóvember, 2018, 47 ár að aldri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -