Fimmtudagur 7. nóvember, 2024
11.4 C
Reykjavik

Ekkert sérstakt lögreglueftirlit með öfgahópum á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekki er hægt að útiloka hættu á hryðjuverkum á Íslandi að mati greiningardeildar Embættis ríkislögreglustjóra. Lögreglu berast reglulega tilkynningar um menn sem dreifa öfgafullum hatursáróðri á samfélagsmiðlum en í grunninn er ekki fylgst sérstaklega með slíkum aðilum.

 

Alvarlegar skotárásir í Bandaríkjunum og raunar víðar hafa færst mjög í aukanna undan farin ár og í flestum tilfellum eru árásarmennirnir hvítir karlar sem lýst hafa á samfélagsmiðlum öfgafullum skoðunum, meðal annars í garð innflytjenda og annarra minnihlutahópa. Um síðustu helgi bárust fréttir af tveimur slíkum árásum með aðeins 13 klukkustunda millibili sem samtals kostuðu 31 mann lífið en í þeim særðust 50 að auki. Annars vegar í versun Walmart í El Paso í Texas, þar sem 22 létust og hins vegar í Dayt­on í Ohio, þar sem níu manns voru skotnir til bana fyrir utan bar.

Í mars fyrr á þessu ári myrti Brenton Tarrant 51 mann í skotárás á tvær moskur í Christchurch á Nýja- Sjálandi og Norðmönnum er enn í fersku minni þegar Anders Behring Breivik myrti 79 manns í Útey og miðborg Óslóar 22. júlí 2011 vegna haturs hans á innflytjendum. Dæmi um slík hryðjuverk eru mörg og þau gerast víða. Þótt almenningur á Íslandi vilji sjálfsagt ekki hugsa þá hugsun til enda þá gætu samskonar óhæfuverk allt eins verið framin hérlendis.

Lögreglan horfir til Norðurlanda

Ásgeir Karlsson, hjá greiningardeild Embættis ríkislögreglustjóra, segir nauðsynlegt að á Íslandi sé tekið mið af viðbúnaði við hryðjuverkum sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndum, en það felst meðal annars í því að veita lögregluyfirvöldum sambærilegar heimildir á sviði hryðjuverkavarna og gert er í nágrannaríkjum, en jafnframt að tryggja fullt eftirlit Alþingis og dómstóla með slíkum heimildum.

Ásgeir Karlsson, hjá greiningardeild Embætti ríkislögreglustjóra.

„Við gerum áhættumöt og ég veit að sérsveitin tekur tillit til þeirra og æfir taktík út frá því sem þar kemur fram. Ég vil kalla þetta fyrirbyggjandi aðgerðir. Það er gott fyrir alla að við búum í öruggu samfélagi,“ segir Ásgeir og bendir á að í mati ríkislögreglustjóra á hættu af hryðjuverkum sem gefið var úr fyrir tveimur árum hafi ýmsar spár orðið að veruleika.

„Þó að lögreglan sjálf sé ekki að vakta þetta þá er almenningur bara svo meðvitaður um þessi mál að hann kemur þessu á framfæri við okkur.“

- Auglýsing -

Í matinu segir að Evrópulögreglan sjái fram á að umræður á samfélagsmiðlum muni í vaxandi mæli einkennast af gífuryrðum og hatursorðræðu. Evrópulögreglan segi að ógnin geti lýst sér í ofbeldisverkum einstaklinga og hópa og nefni að í framtíðinni kunni líkamsárásum, íkveikjum og alvarlegri verknuðum þar með talið morðum að fjölga. „Enn fremur kunni einstaklingar, stjórnmálaflokkar, fjölmiðlar og mannréttindasamtök sem andmæla málflutningi öfgahópa að verða fórnarlömb hatursáróðurs og hvatningar til ofbeldisverka.“

Ekki hægt að útiloka hættu á hryðjuverkum á Íslandi

Á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir liggja og greint er frá í matinu er niðurstaða greiningardeildar ríkislögreglustjóra sú að hættustig á Íslandi er metið í meðallagi en það er skilgreint þannig að almennt sé „talið að ekki sé hægt að útiloka hættu á hryðjuverkum vegna ástands innanlands eða í heimsmálum“.

- Auglýsing -

„Almenningur kemur þessu á framfæri við okkur“

Spurður hvort lögreglan vakti sérstaklega aðila sem dreifa öfgafullum hatursáróðri á samskiptamiðlum neitar Ásgeir því en bendir á að lögreglunni berist reglulega tilkynningar um slíkt frá almenningi. „Varðandi ofbeldisfullan áróður þá er það sem betur fer þannig að almenningur er oft og tíðum að koma á framfæri upplýsingum til lögreglu,“ segir hann. „Þó að lögreglan sjálf sé ekki að vakta þetta þá er almenningur bara svo meðvitaður um þessi mál að hann kemur þessu á framfæri við okkur. Þeim er fylgt eftir ef ástæða þykir til.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -