Fimmtudagur 11. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Lögreglan hefur áhyggjur af falska Morgunblaðinu: „Svíkja af fólki peninga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem varað er við gervifréttasíðum sem reyna líkja eftir íslenskum vefsíðum á borð við mbl.is og fleiri gæðavefsíðum. Hvetur lögreglan fólk til að kynna slíkar síður til Facebook sjái fólk auglýsingar fyrir þær á samfélagsmiðlinum.

„Lögregla og aðrir sem fylgjast með netárásum hafa orðið varir við umfangsmikla tilraun til vefveiða á Íslendinga.

Undirbúningur glæpamannanna er vandaður. Þeir byrja með auglýsingum á Facebook þar sem þeir hafa stolið myndum af þekktum Íslendingum. Tilgangurinn er að veiða fólk inn í falska fjárfestinga svikamyllu og þannig stela af fólki peningum.

Ef þið sjáið einhverja af þremur eftirfarandi auglýsingum, þá eru þær svindl. Best er að tilkynna þær til Facebook sem svindl en að öðrum kosti hunsa þær alveg. Ef þið klikkið á þær þá farið þið á falska síðu sem líkir eftir mbl.is en er það alls ekki og þaðan er verið að reyna að tæla ykkur yfir á svikasíður sem líkja eftir fjárfestingasíðum en hafa þann eina tilgang að svíkja af fólki peninga, engin raunveruleg fjárfesting á sér stað.

Þessi glæpahópur hefur útbúið mikinn fjölda af þessu auglýsingum og jafnframt sett upp fjölda af netsíðum til að styðja við glæpinn. Umfangið bendir til þess að þarna sé vel skipulagður hópur glæpamanna að baki.“

May be an image of 5 people and text
Gerviútgáfa af mbl.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -