Miðvikudagur 17. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Elísabet hrópar á hjálp: „Vesturbyggð vill ekkert hjálpa okkur – Það er verið að bola okkur burt.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Elísabet Anna Hermannsdóttir býr á Patreksfirði ásamt eiginmanni og eins og hálfs árs gömlu barni þeirra og segir farir sínar ekki sléttar. Fjölskyldan er á leið á götuna, ef fram fer sem horfir. Hún sendir út neyðarkall á Facebook síðu sinni og ljóst er að örvænting og vonleysi er farið að gera vart við sig, og segir Elísabet að Vesturbyggð vilji ekkert með mál fjölskyldunnar hafa.

„Mig langar aðeins að fá að tjá mig um íbúðarmál hér á Patreksfirði, því núna erum við fjölskyldan að fara missa heimilið okkar 1 september – og við höfum engan stað til að fara á,“ segir Elísabet. Nefnir að „það eru fullt af tómum íbúðum hér sem aðkomufólk à sem þau nota kannski eina helgi á ári og ekkert af þeim er tilbúið að leigja manni i skammtímaleigu; þótt það væri ekki nema bara þangað til við finnum eitthvað annað.

Hún segir að „Vesturbyggð vill ekkert hjálpa okkur, samt eru þau með tóma íbúð eða íbúðir en segja að þær séu ekki íbúðarhæfar,“ segir Elísabet og greinilegt á orðum hennar að örvæntingin er skammt undan. „Eins og okkur sé ekki sama hvort íbúðin sé ekki fullkomin; við þurfum bara stað til að búa à með dóttur okkar.“

Elísabet og fjölskylda eru „ekki i þeirri stöðu til að kaupa – annars værum við búin að því og núna sjáum við bara fram á að þurfa að yfirgefa heimabæinn okkar og fjölskyldu. Þetta er svo asnalegt að það nær engri àtt.“

Elísabet hefur reynt allt sem hún getur en kemur alls staðar að lokuðum dyrum:

„Ég er búin að eyða síðustu vikum að leita og leita eins og ég get; hef hringt i ótal margt fólk en enginn getur hjálpað okkur – ekki ein einasta manneskja.“

- Auglýsing -

Elísabet og fjölskylda eru ánægð með lífið fyrir vestan og segir að „við höfum verið mjög ánægð hér síðan við fluttum aftur heim 2019; dóttir mín er búin að alast hér upp síðan hún fæddist og þekkir ekkert annað. Núna þurfum við að flytja burt frá okkar nánasta fólki og dóttir mín þarf að flytja i burtu frá ömmu sinni, frænku, langafa og ömmu,“ segir Elísabet og spyr:

„Finnst fólki þetta bara i lagi? Ég er búin að gráta úr mér augun oftar en ég kæri mig um en ég er bara búin a því andlega; að heimafólk fái ekki íbúð til að búa í finnst mér bara fyrir neðan allar hellur.“

Hún spyr aftur:

- Auglýsing -

„Er i alvörunni enginn sem getur hjálpað okkur? Mig langar ekkert að fara héðan en það er bókstaflega verið að bola manni burt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -