Miðvikudagur 27. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Erlendir karlmenn ógna kvenkyns prófdómurum: „Þeir líta á niður á konur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um fimm þúsund manns þeyta skrifleg ökupróf hjá Frumherja ár hvert. Flestum gengur vel en hefur lögregla þurft að hafa afskipti af ógnandi mönnum, sem falla á ökuprófi. Öryggishnappi hefur nú verið komið fyrir í borði prófdómara til þess að bregðast við. Svan­berg Sigur­geirs­son, deildar­stjóri öku­prófa hjá Frum­herja, sagði í viðtali við Fréttablaðið að engin árás hafi átt sér stað en ógnandi tilburðir þeirra sem falla á prófinu, hafi vissulega hrætt fólk. Hann segir sautján ára krakka ekki vera þá sem um ræðir.

„Þó að maður sé kannski hræddur við að segja það þá er þetta eigin­lega mest bundið við út­lendinga. Við verðum sér­stak­lega vör við þetta frá löndum þar sem menningin er þannig að konur eru skörinni lægra í stiganum heldur en karl­menn. Þeir líta á niður á konur, sér­stak­lega ef þær eru að segja þeim eitt­hvað sem þeim líkar ekki.“ Meirihluti prófdómara hjá Frumherja eru konur en segir Svanberg stöðuna oft breytast ef karlkyns starfsmaður Frumherja kemur inn á stofu þar sem konu hefur verið ógnað. Það hafi þó þurft að kalla til lögreglu.

„Við höfum séð á eftir­lits­mynda­vélum að það hefur alveg legið við að það hafi verið rokið í próf­dómarann“. Að lokum segir Svanberg fólk stundum koma óundirbúið í prófið, vandinn sé að fá fólk til þess að læra fyrir það en er hægt að þeyta prófið á ótal tungumálum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -