Um fimm þúsund manns þeyta skrifleg ökupróf hjá Frumherja ár hvert. Flestum gengur vel en hefur lögregla þurft að hafa afskipti af ógnandi mönnum, sem falla á ökuprófi. Öryggishnappi hefur nú verið komið fyrir í borði prófdómara til þess að bregðast við. Svanberg Sigurgeirsson, deildarstjóri ökuprófa hjá Frumherja, sagði í viðtali við Fréttablaðið að engin árás hafi átt sér stað en ógnandi tilburðir þeirra sem falla á prófinu, hafi vissulega hrætt fólk. Hann segir sautján ára krakka ekki vera þá sem um ræðir.
„Þó að maður sé kannski hræddur við að segja það þá er þetta eiginlega mest bundið við útlendinga. Við verðum sérstaklega vör við þetta frá löndum þar sem menningin er þannig að konur eru skörinni lægra í stiganum heldur en karlmenn. Þeir líta á niður á konur, sérstaklega ef þær eru að segja þeim eitthvað sem þeim líkar ekki.“ Meirihluti prófdómara hjá Frumherja eru konur en segir Svanberg stöðuna oft breytast ef karlkyns starfsmaður Frumherja kemur inn á stofu þar sem konu hefur verið ógnað. Það hafi þó þurft að kalla til lögreglu.
„Við höfum séð á eftirlitsmyndavélum að það hefur alveg legið við að það hafi verið rokið í prófdómarann“. Að lokum segir Svanberg fólk stundum koma óundirbúið í prófið, vandinn sé að fá fólk til þess að læra fyrir það en er hægt að þeyta prófið á ótal tungumálum.