Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

84 ára karlmaður ákærður fyrir að skjóta 16 ára pilt sem fór húsavillt: „Ekki koma hingað.

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum hefur ákært hinn 84 ára Andrew Lester fyrir að skjóta Ralph Yarl, 16 ára, þegar hann fór húsavillt. Ralph hafði ætlað sér að sækja yngri bræður sína en fór húsavillt. Hann barði að dyrum hjá Andrew Lester sem brást við með því að skjóta Ralph tvisvar sinnum, meðal annars í höfuðið. Drengurinn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi en málið hefur vakið mikla reiði íbúa í borginni.

Zachary Thompson, saksóknari í Kansas-borg, sagði á blaðamannafundi í gær að kynþáttur mannanna hefði þýðingu í málinu. Þrátt fyrir það kæmi ekkert slíkt fram í ákærunni sjálfri. Drengurinn segir að Andrew hafi komið til dyra og skotið sig í ennið og svo í hægri framhandlegg. Þegar drengurinn hafi forðað sér kallaði maðurinn á eftir honum „Ekki koma hingað“.

Maðurinn ber það fyrir sig að þegar hann hafi séð svartan karlmann toga í skjólhurð heimilisins hafi hann gert ráð fyrir að hann væri að reyna að brjótast inn. Drengurinn er á batavegi en að sögn ættingja á hann enn eftir að komast yfir áfallið. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir alvarlega líkamsárás og glæp með  skotvopni en getur hann átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -