Miðvikudagur 21. febrúar, 2024
0.1 C
Reykjavik

Aaron Carter er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aaron Charles Carter söngvari, rappari og bróðir meðlims hljómsveitarinnar Backstreet Boys er látinn, aðeins 34 ára að aldri.

Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um málið og greint frá því að hinn látni hafi fundist í baðkari á heimili sínu í Lancaster í Kaliforníu. Fjölmiðlafulltrúar stjörnunnar hafa staðfest andlátið og gefið út: „Við erum jafn harmi sleginn eins og allir og vonum að aðdáendur geti sent hlýjar hugsanir og bænir til fjölskyldu hans.“

Fjölmiðillinn TMZ greindi frá að lögreglan í Los Angelses fylki hafi mætt á staðinn um klukkan ellefu á staðartíma eða klukkan sex á íslenskum tíma, eftir að hafa fengið tilkynningu um drukknun.

Carter hóf feril sinn með að hita upp fyrir Backstreet Boys í fjölda tónleikaferðalaga en gerði einnig garðinn frægan eins síns liðs. Aaron seldi yfir milljón eintök af breiðskífum sínum og var hann einungis níu ára gamall þegar hann gaf út sína fyrstu plötu.

Í seinni tíð færði Carter sig yfir í rapp senuna, kom fram í söngleikjum á Broadway og í bandarísku sjónvarpsþáttunum Dancing with The Stars

- Auglýsing -

Hér er hlekkur að instagram-síðu Aarons

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -