Þriðjudagur 21. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Bollar sem hvetja til dráps á Rússum seldir í vefverslun – Vörumerkið Ísland á könnunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Úkraínska vefverslunin Íslnd shop selur ýmiskonar fatnað, skartgripi og aðrar vörur. Þar er einnig hægt að kaupa bolla með hatursorðræðu gegn Rússum en bollarnir eru rækilega merktir Íslandi.

Rússnesk kona sem býr á Íslandi hafði samband við Mannlíf eftir að henni var bent á bolla sem seldir eru á úkraínskri vefsíðu en á bollunum er mynd af hnífi og á þeim stendur „slátrið Rússunum“.

Konan sem Mannlíf ræddi við er á móti innrás Rússlands inn í Úkraínu en er einnig á móti svona hatursorðræðu. „Það sem líka vekur athygli er að þeir nota nafnið „Ísland“ á vörur sínar. Þannig, með því að nota nafn lands okkar, kallar róttæka fólkið í Úkraínu eftir morði á öllu fólki af rússneskum uppruna. Við skiljum öll vel að stríð er hræðilegasti atburður nútímans. Hins vegar er líka glæpur að skilja slík mál eftir án eftirlits. Ég er rússnesk, fæddist í Sovétríkjunum, blóð nokkurra þjóðerna rennur í æðum mínum, þar á meðal rússnesk og úkraínsk. Og ég á ættingja og vini bæði rússneska og úkraínska. Ég er hneyksluð á stefnu Pútíns. En ég er líka hneyksluð á svona máli.“

Lýsingin á bollunum á vefsíðunni er einnig nokkuð óhugnanleg en þar stendur í íslenskri þýðingu: „Raunveruleg og mjög einlæg ósk hvers Úkraínumanns er að hernámslandið hverfi af heimskortinu. Og svo að allir skilji: Í mörg hundruð ára tilveru sinni hefur Rússland aðeins borið með sér illsku og eyðileggingu. Ef bollinn þinn brotnar óvart, ekki hafa áhyggjur, þú veist í hvað þú getur notað brotin.“

Annar Rússi sem Mannlíf ræddi við segir að því miður gerist svona í stríðum og að öfgamenn finnist í báðum löndum.

- Auglýsing -

Mannlífi er ekki kunnugt um ástæðuna fyrir því að Ísland sé skrifað á bollana líka en svo virðist sem um einhversskonar vörumerki sé að ræða en Islnd TV YouTube rásin virðist vera á bakvið vefverslunina. Mannlíf sendi tölvupóst á vefverslunina í dag en hefur ekki enn fengið svar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -