Miðvikudagur 13. nóvember, 2024
7.2 C
Reykjavik

Ellefu samsæriskenningar sem reyndust sannar – Leyndarhyggja, launmorð og siðlausar tilraunir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það eru fullt af samsæriskenningum þarna úti sem hjálpa til við að ýta undir ímyndunarafl hins raunverulega ofsóknaræðis. Sem dæmi má nefna þær kenningar um að NASA hafi falsað tungllendinguna, Paul McCartney hafi verið látinn síðan 1967 og eðlufólk stjórni heiminum. Þó að það gæti verið erfitt að afsanna tilvist eðluforingja okkar, falla flestar þessar samsæriskenningar í sundur eftir aðeins snefil af rannsóknum. En þó að flestar samsæriskenningar séu ósannar, eru alltaf nokkar sem reynast sannar.

Hér eru 11 þeirra en listinn er alls ekki tæmandi.

11. Tuskegee sárasóttartilraunin

Árið 1932 gerði bandaríska lýðheilsugæslan samkomulag við Tuskegee stofnunina um að búa til falska sárasóttarmeðferð. Tilraunin, sem fólst í því að ljúga að tæplega 400 afrísk-amerískum karlmönnum sem höfðu verið greindir með sárasótt, átti upphaflega aðeins að standa yfir í sex mánuði. Það var hins vegar ekki fyrr en 1972 að almenningur fékk vitneskju um rannsóknirnar og stjórnvöld neyddust til að rannsaka málið og leggja verkefnið niður.

Í 40 ár voru þessir 400 menn oft gefin hættuleg efni og boðið upp á sársaukafullar og óþarfa læknisaðgerðir, haldandi að um raunverulegrar meðferðir væri um að ræða. Sú staðreynd að pensilín væri orðin þekkt lækning við sárasótt var falin fyrir sjúklingunum, svo rannsakendur gætu lært meira um sjúkdóminn. Stjórnarnefnd taldi að lokum rannsóknina „siðferðilega óábyrga“ og árið 1974 var komist að samkomulagi utan dómstólanna um að greiða eftirlifandi þátttakendum rannsóknarinnar 10 milljónir dala auk ævilangra sjúkratrygginga.

10. MKUltra: Hugarstjórnunarnverkefni CIA

- Auglýsing -

Það er fimmta áratugurinn og njósnarar kommúnista eru alls staðar. Kalda stríðið er að hitna og það lítur út fyrir að Sovétríkin geti náð yfirhöndinni á bandarísku lýðræði. Hvað myndir þú gera? Með von um að finna „sannleikalyfi“ ákvað CIA að þeir þyrftu að skammta óafvitandi bandarískum og kanadískum ríkisborgurum LSD í leyni og síðan yfirheyra og pynta þátttakendur af og til.

CIA greiddi sjúkrahúsum, fangelsum og háskólum fyrir þátttöku þeirra og þöggun. Árið 1973 fyrirskipaði Richard Helms forstjóri CIA að öllum skjölum tengdum MKUltra yrði eytt. Þó að samsærið hafi að lokum verið afhjúpað, „mundi“ enginn sem tók þátt í verkefninu neinar upplýsingarn og heildar tímalína atburða er enn ófullnægjandi.

9. Vitnisburður Nayirah 1990

- Auglýsing -

Í október 1990 bar 15 ára stúlka að nafni Nayirah vitni frammi fyrir bandaríska þinginu þar sem hún sagði að hún hefði orðið vitni að því er íraskir hermenn tóku 15 kúveitska nýbura úr hitakassa á sjúkrahúsi og skildu þau eftir á gólfinu til að deyja. Þessi vitnisburður var sýndur á um 700 sjónvarpsstöðvum víðsvegar um Bandaríkin. George Bush eldri endurtók söguna að minnsta kosti 10 sinnum á næstu vikum til að reyna að sveifla almenningsálitinu í átt að stuðningi við Persaflóastríðið.

Vandamálið er að atburðurinn sem Nayirah lýsti var algjör uppspuni. CIA fór fram á að Nayirah fengi leiklistarkennslu áður en hún bar vitni. Einnig kom í ljós að Nayirah var dóttir sendiherra Kúveit í Bandaríkjunum sem vann með stjórnvöldum í Kúveit til að stuðla að þátttöku Bandaríkjanna í Persaflóastríðinu. Til að bregðast við þessum niðurstöðum sakaði Amnesty International Bush-stjórnina um „tækifærismennsku á alþjóðlegri mannréttindahreyfingu“.

8. Mjallhvítaraðgerðin: Vísindakirkjan gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna

Á áttunda áratug síðustu aldar gerðu 5.000 leynilegir fulltrúar frá Vísindakirkju L. Ron Hubbards samsæri um að framkvæma stærstu innrás inn í Bandaríkjastjórn í sögu landsins. Kirkjan smeygði sér inn í 136 stofnanir, þar á meðal Skattinn, Fíkniefnaeftirlitið, erlend sendiráð og aðrar opinberar stofnanir. Þeir settu upp símhleranir og stálu hundruðum skjala í þeirri von að vernda kirkjuna sína og sleppa við að borga milljónir dollara í skatta.

Bandaríkjastjórn barðist á móti. Í júlí 1977 skipulagði FBI áhlaup á ýmsa staði Vísindakirkjunnar þar sem 156 fulltrúar tóku þátt. Árásin leiddi í ljós ólöglegar aðgerðir hópsins gegn stjórnvöldum sem og fleiri samsæri gegn öðrum sem álitnir voru óvinir kirkjunnar. Þann 6. desember 1979 lauk aðgerðinni Mjallhvít þegar Mary Sue Hubbard, eiginkona L. Ron Hubbard, og 10 aðrir háttsettir vísindamenn fengu fimm ára fangelsisdóma. L. Ron Hubbard var áfram „óákærður samsærismaður“ og eyddi því sem eftir var ævinnar í felum.

7. Launmorð CIA

Árið 1975, eftir Watergate-hneykslið, hjálpaði öldungadeildarþingmaðurinn Frank Church að finna forvera leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings. Almennt var hún nefnd Kirkjunefndin en tilgangur hennar var að rannsaka CIA og FBI til að tryggja að þau störfuðu innan laga. Nefndin komst fljótt að því að CIA hafði stofnað leigumorðingjafyrirtæki.

CIA bar ábyrgð á morðunum á Mossadegh í Íran, Allende í Chile, auk annarra leiðtoga og byltingarmanna í Mið- og Suður-Ameríku, Afríku, Miðausturlöndum og Austur-Asíu. Þeir létu morð þeirra líta út eins og bílslys, sjálfsvíg, krabbamein og hjartaáföll. Þegar „Hjartaáfallsbyssan“ þeirra, sem leynd var aflétt af, var ekki nauðsynleg, skutu fulltrúar CIA skotmörk sín með raunverulegum skotum. Þó að allt þetta sé skjalfest í gögnum þingsins, þá er samt algengt að fólk hlæji að þessu og telji þetta klikkaða samsæriskenningu.

6. Viðskiptaplottið: Fasismi í Ameríku

Árið 1933 reyndi öldungadeildarþingmaðurinn Prescott Bush, faðir George Bush eldri og afi George W. Bush, að koma á valdaráni hersins gegn Franklin D. Roosevelt forseta og koma á fasista einræðisstjórn í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem komu að samsærinu voru auðugir kaupsýslumenn frá Chase Bank, Goodyear, Standard Oil, GM og Du Pont fjölskyldunni. Smedley Butler hershöfðingi landgönguliðsins var beðinn um að leiða valdaránið. Svo virðist þó sem enginn hafi farið í bakgrunnsskoðun áður en þeir nálguðust hann.

Smedley Butler, sem var mikill stuðningsmaður forsetans, safnaði sönnunargögnum um samsærið og kynnti það fyrir þingnefnd. Allir sem voru bendlaðir við samsærið neituðu harðlega að hafa átt hlut að máli og aldrei voru gefnar út ákærur. Nefndin staðfesti ásakanir Butlers en var ánægð með að hafa stöðvað samsærið áður en það hófst. Fólkið sem studdi viðskiptaáætlunina hélt fjárhagslegum tengslum við nasista Þýskaland þar til Ameríka hóf þátttöku í seinni heimsstyrjöldinni.

5. Hermikrákuaðgerðin: Áróðusvél CIA

Árið 1948 var Frank Wisner skipaður forstöðumaður Skrifstofu sérverkefna og sagt að búa til stofnun sem væri fær um að framleiða áróður og taka þátt í efnahagslegum hernaði sem hluta af hnattrænu stríði gegn sovéskum kommúnisma. CIA tók við embættinu á fimmta áratugnum og hélt uppi leynilegri herferð til að hafa áhrif á fjölmiðla um allan heim í næstum 25 ár.

Wisner „átti“ virta meðlimi The New York Times, Newsweek, CBS og annarra fjölmiðla. Um 1950 voru um 3.000 starfsmenn CIA og tugir stórra alþjóðlegra fjölmiðla sem unnu að því að viðhalda flókinni áróðursvél. Wisner, sem var alltaf að leita að nýjum leiðum til að sannfæra almenning um hætturnar af kommúnisma, hjálpaði að koma teiknimyndaútgáfu Hollywood á Animal Farm eftir George Orwell, á koppinn. Kirkjunefndin afhjúpaði samsærið árið 1975 og reiknaði út að það að veita heiminum rangar upplýsingar kostaði skattgreiðendur 265 milljónir dollara á ári.

4. COINTELPRO: Alríkislögreglan gegn aktivistum sjöunda áratugarins

Sjöundi áratugur síðustu aldar var tími róttækra samfélagsbreytinga. Gagnmenningin (e. counterculture) varð að algjöru fyrirbæri gegn ráðandi öflum, sem dreifðist um stóran hluta hins vestræna heim. Til að bregðast við vaxandi gagnmenningu stofnaði Alríkislögreglan COINTELPRO, eða gagnnjósnaáætlunina, í þeim tilgangi að „vernda þjóðaröryggi, koma í veg fyrir ofbeldi og viðhalda núverandi félagslegu og pólitísku skipulagi. Með öðrum orðum, tilgangur þess var að trufla ólöglega stjórnmálasamtök innan Bandaríkjanna.

COINTELPRO var starfandi á árunum 1956 til 1971. Samkvæmt gögnum FBI var 85 prósent af fjármunum verkefnisins varið í að jaðarsetja, svindla sér leið inn í og trufla hópa, eins og kvenréttindahreyfinguna, borgararéttindahreyfinguna, ofbeldislausa borgarahreifinguna (e. non violent civil rights movement), Kynþáttajafnréttisþingið, Amerísk-indjána hreyfinguna, og önnur borgaraleg réttindasamtök. Forstjóri FBI, J. Edgar Hoover, skipaði fulltrúum sínum að „afhjúpa, trufla, misbeina, ófrægja eða á annan hátt hlutleysa“ starfsemi þessara hreyfinga og leiðtoga þeirra.

3. Bréfaklemmuaðgerðin: Vísindamenn nasista fengu störf í Ameríku.

Árið 1945 fékk Joint Intelligence Objectives Agency (sem ég ætla ekki að reyna að þýða) heimild til að bjóða yfir 1.500 þýskum vísindamönnum, tæknimönnum og verkfræðingum frá Þýskalandi nasista og öðrum löndum, starf í Ameríku. Truman forseti samþykkti áætlunina með þeim skýru fyrirmælum að hún næði aðeins til þeirra sem ekki reyndust „hafa verið meðlimir nasistaflokksins, og meira en nafngreindur þátttakandi í starfsemi hans, eða virkur stuðningsmaður hernaðarstefnu nasista.

Þetta þýddi að Wernher von Braun, Arthur Rudolph og Hubertus Strughold, sem voru skráðir sem „ógn við öryggi herafla bandamanna“, myndu ekki fá nýja vinnu í Ameríku. The Joint Intelligence Objectives Agency töldu að þessir menn væru mikilvægir fyrir þróun bandaríska eldflaugaáætlunarinnar, og skapaði falskar atvinnu- og pólitískar ævisögur fyrir vísindamennina og eyðilagði algjörlega öll sönnunargögn sem tengdu þá við stríðsvél nasista.

2. Northwood aðgerðin: Hvernig heyja skulí stríð við Kúbu

Bandarísk stjórnvöld tóku þátt í nokkrum brjálæðislegum samsærum á fimmta og sjöunda áratugnum. Northwoods-aðgerðin var sennilega sú ljótasta af þeim öllum. Árið 1962 ætlaði CIA að setja á svið hryðjuverkaárásir á bandaríska borgara og hernaðarleg skotmörk í Miami og Washington, kenna kúbverskum stjórnvöldum um og sannfæra bandarískan almenning um að heyja stríð á Kúbu, sem hafði nýlega komist undir stjórn kommúnistans Fidels Casto.

Áætlunin fól í sér að drepa saklaust fólk og hermenn, sprengja í loft upp bandarísk skip og kúbverska flóttamannabáta, ræna flugvélum og koma fyrir fölskum sönnunargögnum til að bendla kúbversku ríkisstjórnina. Aðgerð Northwoods var samþykkt af hópi herforingja og kynnt varnarmálaráðherranum, Robert McNamara, áður en John F. Kennedy forseti hafnaði henni. Af öllu því frábæra sem JFK er minnst fyrir, ættu Bandaríkjamenn að vera þakklátir fyrir að hann hafði völdin til að stöðva þessa brjálæðisaðgerð.

 

1. Bohemian Grove: Hinir ríku, hinu valdamiklu, og risa steinuglan

Leyndardómarnir í kringum Bohemian Grove í Mont Rio, Kaliforníu, hafa verið í uppáhaldi hjá samsæriskenningasmiðum í mörg ár. Sögurnar fela venjulega í sér að ríkir og valdamiklir menn hittast í skóginum á hverju ári, þar sem þeir taka þátt í heiðnum helgisiðum og tilbiðja risastóra steinuglu. Að sögn spilar uglan raddupptökur af Walter Cronkite, meðlimi hópsins sem lést 2009. Hljómar frekar fyndið ekki satt? Jæja, það kemur í ljós að CBS, NBC og ABC hafa staðfest tilvist Grove.

Bóhemaklúbburinn var stofnaður árið 1872 og fékk fljótt athygli og fjármögnun frá auðugum kaupsýslumönnum. Árið 1942 hélt Grove fund fyrir Manhattan-verkefnið sem leiddi til sköpunar kjarnorkusprengjunnar. Þó að það sé satt að voldugustu menn í heimi koma þangað og framkvæmi undarlega helgisiði fyrir framan risastóra uglu, þá er það aðallega bara staður fyrir valdamikla menn til að haga sér eins og drukknir menntskælingar.

Grein þessi er unnin upp úr grein á vefnum howstuffworks.com.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -