Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Fimm ára piltur bjargaði móður sinni er hún missti meðvitund: „Ég heyri í sjúkrabílnum!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Drengur frá Guernsey í Ermasundinu, bjargaði lífi móður sinnar með því að hringja í neyðarlínuna og óska eftir aðstoð en hún hafði fallið í gólfið og misst meðvitund. Hlaut hann verðlaun frá Neyðarlínuteyminu fyrir afrekið.

Colby Bridgman, sem nú er sex ára, hringdi í 999 (breska neyðarlínunúmerið) í fyrra og útskýrði að móðir hans ætti í erfiðleikum með að anda og lægi á gólfinu með lokuð augun. Í upptökum af símtalinu má heyra Colby litla gefa starfsmanni neyðarlínunnar mikilvægar upplýsinga á borð við nafn sitt, heimilis og póstfang sem og upplýsingar um ástand móður sinnar.

Sagði hann meðal annars: „Mamma datt og hún getur ekki andað almennilega … og er með lokuð augun.“ Á meðan sjúkrabíllinn var á leiðinni til þeirra mæðgna, athugaði Colby reglulega með móður sína og var svo beðin af starfsmanni neyðarlínunnar, að fara til nágrannans til að sækjá hjálp. Seinna heyrist hann segja: „Ég heyri í sjúkrabílnum!“

Colby með móður sinni

Sjúkraliðarnir í sjúkrabílnum dásömuðu Colby litla og sögðu: „Colby var ótrúlegur. Hann var rólegur, hjálplegur og svo þroskaður á stund sem hlýtur að hafa verið mjög ógnvekjandi fyrir hann. Colby gat svarað öllum okkar spurningum og lét okkur í té allskyns mikilvægar upplýsingar sem hjálpaði okkur að skilja hvað hafði komið fyrir móður hans. Hann var svo kurteis og góður að hann gaf okkur einn af hans sérstöku steinum til að þakka okkur fyrir að hjálpa mömmu hans. Vel gert Colby, þú ert frábær ungur maður.“

Colby hlaut viðurkenningu Yfirmanns bráðaþjónustunnar sem Mark Mapp hjá St. John Ambulance Guernsey gaf honum, fyrir hugrekki hans en það var afhent í gær. Af því tilefni sagði Mapp: „Að vita hvað á að gera í neyð er lífsnauðsynlegir hæfileikar og þess vegna kennum við, sem fólki á öllum aldri hvað skal gera í neyðartilvikum og hvernig skal gefa lífsbjargandi fyrstu hjálp. Eitt af því mikilvægasta sem maður þarf að gera er að átta sig á því ef einhver er óveill og hringja í 999 til að fá hjálp. Og það er akkurat það sem Colby gerði þegar mamma hans lenti í skyndilegu neyðartilfelli. Vegna þess að fjölskylda hans hafði áður kennt honum að hringja í sjúkrabíl og hvernig maður hringir í 999, vissi Colby nákvæmlega hvað hann þurfti að gera. Á meðan á símtalinu stóð hélt Colby ró sinni og svaraði öllum spurningum sem hann fékk, sem varð til þess að viðbragðsaðilar gátu brugðist skjótt og örugglega við og mætt á vettvang til að veita móðurinn þá hjálp sem hún þurfti.“

Mapp afhendir Colby viðurkenninguna

Móður Colby, Jess Payne segist ekki muna mikið eftir kvöldinu umrædda en hún er afar þakkláta syni sínum. „Mér skilst að hann hafi verið alveg ótrúlegur og gert allt sem hann var beðinn um og sýndi mikið hugrekki. Það er mjög gott að kenna börnum að hringja í 999, sérstaklega þegar enginn annar er í kring. Það er gríðarlega mikilvægt og ég er ánægð að ég gerði það.“

- Auglýsing -

Hér fyrir neðan má hlusta á brot úr neyðarlínusímtalinu:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -