Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Fimmtán ára drengur og stúlka handtekin – Grunuð um að hafa myrt sextán ára transstúlku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimmtán ára piltur og stúlka voru handtekin í Cheshire í gær en eru þau grunuð um að hafa orðið sextán ára Briönnu Ghey að bana. Brianna var transstúlka en gangandi vegfarandi gekk fram á lík hennar á stíg við Linear Park í Culcheth, Warrington, síðdegis á laugardag. Í yfirlýsingu lögreglu segir að Brianna hafði verið stungin ítrekað og þykir lögreglu líklegt að árásin hafi verið skipulögð.

Brianna Ghey

 „Á þessu stigi höfum við engar staðfestar upplýsingar. Við erum að setja saman fullt af upplýsingum og þess vegna erum við að biðja um hjálp almennings. Lögreglumenn eru að skoða eftirlitsmyndavélar og finna út hvar Brianna sást síðast,“ segir í yfirlýsingu lögreglu sem rannsakar nú málið. Fjölskylda Briönnu sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið. ,,Brianna var falleg og fyndin. Brianna var sterk, hugrökk og einstök. Hennar einstaki persónuleiki hafði áhrif á alla þá sem hún hitti.‘‘ Þá segja þau hana skilja eftir sig stórt gat í hjörtum fjölskyldumeðlima og vina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -