Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Íslensk kona alvarlega slösuð eftir hnífaárás í Noregi – Fyrrum eiginmaður hennar í haldi lögreglu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslensk kona á sjötugsaldri er alvarlega særð eftir að fyrrum eiginmaður hennar réðst að henni með hníf á veitingastað í bænum Karmoy í Noregi. Hafa þau bæði búið lengi í Noregi og eru bæði norskir ríkisborgarar.

Rúv segir frá hnífaárásinni en þar segir að maðurinn hafi játað á sig verknaðinn en það staðfestir lögreglan í Stavanger.

Samkvæmt frétt NRK um árásina, var lögreglan kölluð til um klukkan tvö eftir hádegi í gær og var maðurinn handtekinn við heimili sitt aðeins fimmtán mínútum síðar. Segist lögregla hafa yfirheyrt fjöldi vitna á veitingastaðnum.

Konan, sem búsett er í bænum líkt og fyrrum eiginmaður hennar, er á sjúkrahúsi með áverka en lögreglan hefur ekki getað rætt við hana enn. Samkvæmt heimildum Rúv lagði eiginmaðurinn fyrirverandi eld að heimili konunnar síðasta haust er hún var þar inni. Fékk hún nálgunarbann á hann í kjölfarið. Höfðu þau verið gift í á fjórða áratug og eiga uppkomin börn.

Maðurinn, sem hefur verið í lögregluhaldi síðan í gær, verður færður fyrir dómara eftir hádegi í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -