Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Ísraelar sakaðir um líffærastuld á palestínskum líkum: „Þeir afhentu þau limlest“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísraelar eru sakaðir um að stela líffærum úr líkum 80 Palestínumanna.

Fjölmiðlaskrifstofa ríkisstjórnarinnar á Gaza sakar Ísraela um að hafa stolið líffærum úr líkum 80 Palestínumanna sem skilað var í gær við Karam Abu Salem landamæralínuna.

„Fjölmiðlaskrifstofan fordæmir harðlega þeirri fyrirlitningu sem ísraelski hernámsherinn sýndi líkum 80 píslarvotta okkar, sem Ísraelar höfðu stolið í þjóðarmorðsstríðinu, vegna þess að þeir afhentu þau limlest,“ sagði í yfirlýsingu frá fjölmiðlaskrifstofunni.

„Eftir rannsókn á líkunum er ljóst að einkenni hinna myrtu höfðu breyst mikið og gefur skýra vísbendingu um að ísraelska hernámsliðið hafi stolið lífsnauðsynlegum líffærum úr þeim,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.⁠

Fjölmiðlaskrifstofan sagði að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Ísraelar „limlesta“ palestínsk lík og hún kallaði eftir óháðri alþjóðlegri rannsókn á töku palestínskra líka og þjófnaði á líffærum þeirra.⁠

„Ísrael hefur áður grafið upp grafir í Jabalia og stolið sumum líkanna auk þess sem þeir eru enn með tugi líka frá Gaza-svæðinu í fórum sínum,“ sagði embættið ennfremur.

Árið 2009 viðurkenndi ísraelskur meinafræðingur að Ísraelar hefðu stundað líffæraþjófnað á palestínsku líkum en að það hefði endað á tíunda áratug síðustu aldar.⁠

- Auglýsing -

Instagram-færsla Al Jazeera um málið:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -