Miðvikudagur 1. maí, 2024
7.1 C
Reykjavik

Ísraelsher sagður nota grát barna til að lokka Gazabúa í dauðagildru

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í myndband sem Al Jazeera-fréttastofan staðfesti, sem tekið var frá Nuseirat flóttamannabúðunum í miðborg Gaza 15. apríl, heyrist hljóð grátandi barna, sem virtust koma frá ísraelskri drónavél. Vitni segja þetta gert til að lokka íbúa svæðisins út úr skjóli sínu.

Íbúar svæðisins segja að þetta sé nýjasta leið ísraelska hersins til að lokka óbreytta borgara úr fylgsnum sínum og drepa þá. Að minnsta kosti einn maður var skotinn til bana af ísraelskri leyniskyttu eftir að hann kom út úr heimili sínu til að athuga hvaðan hljóðið kæmi.

„Í gær varð svæðið fyrir skotárás Ísraelshers. Þremur tímum eftir árásirnar heyrðum við raddir barna gráta og rödd konu,“ sagði eitt vitnanna, Mohammed Nabhan við Al Jazeera þann 16. apríl. „Þegar við fórum út urðum við fyrir mikilli skotárás frá ísraelska hernum og hljóðið kom úr ísraelskum dróna,“ bætti hann við.

Fordæma glæpi Ísraelshers

Samtökin The Council on American-Islamic Relations eða CAIR, sem eru stærstu mannréttinda- og hagsmundasamtök múslima í Bandaríkjunum, fordæmdu á dögunum nýjustu stríðsglæpi Ísraela á Gaza, þar á meðal fjöldamorð á börnum, fréttir um að drónar séu að senda út hljóð af gráti barna til að lokka Gazabúa úr skjólum sínum til að drepa þá og stórfellda eyðileggingu Ísraela á heimilum á Gaza.

- Auglýsing -

Palestínska fréttastofan WAFA, sagði frá nýju fjöldamorði í al-Machazi flóttamannabúðunum í mið-Gaza, þar sem 11 voru drepin, flest börn.

Samkvæmt ísraelskum fjölmiðlum hafa 90 prósent heimila á svokölluðum „buffer svæðum“ verið skemmd eða eyðilögð af ísraelska hernum. Sú eyðileggir gæti flokkast undir stríðsglæpi.

Í yfirlýsingu frá samskiptastjóra CAIR, Ibrahim Hooper segir hann:

- Auglýsing -

„Þessir ísraelsku glæpir gegn mannkyninu eru framdir daglega – jafnvel á klukkutíma fresti – með virkum stuðningi Biden-stjórnarinnar. Án áþreifanlegra aðgerða til að binda enda á þjóðarmorð, þjóðernishreinsanir og hungursneyð af mannavöldum á Gaza, mun orðspor þjóðar okkar á alþjóðavettvangi skaðast óbætanlega.

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -