Mánudagur 22. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Ísraelsher skaut tvö palestínsk börn til bana á Vesturbakkanum – Adam var 8 ára, Basil var 15 ára

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leyniskyttur ísraelska hersins drápu tvö palestínsk börn í árás á Jenin-flóttamannabúðunum á Vesturbakka Palestínu í gær.

Adam Samer al-Ghoul, átta ára gamall, var skotinn í höfuðið af leyniskyttum ísraelska hersins og Basil Suleiman Abu al-Wafa, 15 ára, var skotinn í bringuna. Báðir létust þeir af sárum sínum.

Fram kemur í frétt Al Jazeera að ísraelski herinn hafi neytt íbúa ad-Damj hverfisins á Vesturbakkanum, að yfirgefa heimili sín, með valdi og eyðilögðu svo götur hverfisins. Þá notaði herinn einnig flygyldi til að sprengja hús.

Í sameiginlegri tilkynningu ísraelskra fjölmiðla, landamæralögreglunnar, ísraelska hersins og Shin Bet öryggisstofnunarinnar, kemur fram að herinn hafi drepið tvær manneskjur sem tóku þátt í vopnaðri andspyrnu, en annar þeirra hafi verið lykil leiðtogi. Nöfn þeirra eru Muhammad Zubeidi og Hussam Hanoun. Í tilkynningunni er viðurkennt að tvær aðrar manneskju hefðu látist í kjölfar átaka á svæðinu.

Samkvæmt tilkynningunni voru 17 Palestínumenn handteknir í árásinni.

Myndskeið úr öryggismyndavélum hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlunum en þar sést drengur falla í götuna í flóttamannabúðunum, eftir að hafa orðið fyrir byssukúlu. Í öðru myndbandi sést drengur fá í sig skot og liggja í götunni, kallandi á hjálp á meðan fleiri kúlum rignir í kringum hann.

- Auglýsing -

Eldri drengurinn sést berjast fyrir lífi sínu á jörðinni í að minnsta kosti hálfa mínútu.

Þá komu ísraelskir skriðdrekar í veg fyrir að sjúkrabílar kæmust á svæðið til að huga að slösuðum.

Ísraelski herinn hafa nær daglega gert skyndiárásir á Vesturbakkanum frá 7. október. Samkvæmt PPS (Palestínska fangasamfélagið) og fangamálastofnun Palestínu, hafa hersveitir Ísraela handtekið 35 Palestínubúa á Vesturbakkanum síðasta sólarhring, þar af einn 12 ára.

- Auglýsing -

Frá 7. október hafa fleiri en 3.325 verið handteknir á Vesturbakkanum og að minnsta kosti 242 verið drepnir, þar af 50 börn. Þá hafa meira en 2,750 slasast.

Hér má sjá annað myndskeiðið en viðkvæmir eru varaðir sterklega við.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -