Laugardagur 25. maí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Ísraelskir öfgaþjóðernirsinnar réðust að fjölmiðlum á Fánadeginum: „Dauði til Araba“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þúsundir ísraelskra þjóðernissinna hafa marserað í gegnum múslimska hverfið í gömlu borginni í Jerúsalem, með ofbeldi sem beinst hefur gegn fjölmiðlum sem fjalla um viðburðinn.

Fánagangan er partur af Jerúsalem-deginum í Ísrael en þá er því fagnað er ísraelsmenn náðu austur hluta borgarinnar á sitt vald í stríðinu 1967.

Ráðist að fjölmiðlum

BBC segir að hópur göngufólks hafi kastað grjóti, spítum og flöskum að palestínskum og erlendu fjölmiðlafólkið við inngang Damascus hliðsins. Þá hefur hópurinn einnig fagnað og öskrað rasísk ummæli á borð við „Dauði til Araba“.

Ráðherrar úr öfga-hægri ríkisstjórn Benjamin Netanyahu mættu einnig í gönguna en þjóðaröryggisráðherrann Itamar Ben-Gvir lýsti því yfir: „Jerúsalem er okkar að eilífu.“

Palestínumenn lokuðu heimilum og verslunum meðfram göngunni í morgun af ótta við skemmdarverk.

- Auglýsing -

Fánagangan hefur undanfarin ár verið sífellt meira notuð til að sýna mátt öfgaþjóðernissinnaðra Gyðinga, á meðan Palestínumenn líta á gönguna sem augljósa ögrun til að grafa undan tengsl þeirra við borgina. Rasískir and-Arabískir söngvar hafa oft verið sungnir af þjóðernissinnum í göngunni en áður hefur viðburðurinn ollið mun grófara ofbeldi.

Ísraelska lögreglan hefur lofað að stöðva lögbrot á göngunni en kennir svæðisbundnum „hryðjuverkaþáttum“ um „villta hvatningu til afbrota“ í göngunni á samfélagsmiðlum. Sagði lögreglan einnig að um væri að ræða aðeins „lítinn minnihlutahóp báðum megin línunnar sem reyni að ögra“.

Palestínskir leiðtogar segja Austur-Jerúsalem viðburðinn vera „ögrandi athöfn“ og segja að öfga hægri ráðherrarnir Ben Gvir og Bezalel Smotrich, sem séu traustir stuðningsmenn göngunnar, vera að „planta fræum átaka“.

- Auglýsing -

Ráðlagt að loka búðum sínum

Ísraelski forsætisráðherrann, Benjamin Netanyahu gaf grænt ljós á að viðburðurinn yrði haldinn eins og planað var og lögreglan gaf leyfi á að gengið yrði hinu venjulegu leið í gegnum borgina.

Meðfram gönguleiðinni í gömlu borginni lokaði Samir Abu Sbeih nammibúð sinni og sagði að lögreglan hefði ráðlagt palesínskum fyrirtækjum að gera það fyrir miðjan dag.

„Þetta er ekki þeirra land að fagna,“ sagði hann um gönguna. „Við búum undir hernámi og þess vegna verðum við að sætta okkur við þetta.“

Kebab-veitingastaðaeigandi Basti, sem vill ekki gefa upp sitt fulla nafn, sagði að viðburðurinn hafi „versnað“ frá ári til árs.

„Stundum reynir fólkið sem er að dansa með fánana, að troða honum í andlitið á þér, stundum hrækja þau í andlitið á þér. Og þetta er ekki þægilegt.“

Sagði hann að lögreglan hefði sagt honum að það væri ekki verið að neyða hann til að loka, en ef að hann héldi veitingastaðnum opnum í dag, væri það á hans eigin ábyrgð.

„Fyrir mína parta, þá vil ég bara vera innandyra. Mér líkar ekki vandræði, fyrir báðar hliðar,“ sagði Basti.

Fer versnandi ár frá ári

Jerúsalem dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur af Ísraelum í áratugi en síðustu ár hefur borið á hækkandi spennu.

Seinni part dags fara tugir þúsunda Ísraela frá vesturhluta Jerúsalem til Gömlu borgarinnar og enda með svokölluðum fánadansi við Vestur-vegginn, heilagasta bænarstað Gyðinga.

Áður en kemur að fánadansinum fara göngumenn sitthvora leiðina, en þúsundir, aðallega karlmenn og ungingsdrengir fara inn í Austur-Jerúsalem. Þar ganga þeir í gegnum Damascus hliðið, en þá hefur Ísraelsher oftast hreinsað svæðið af Palestínumönnum fyrirfram, og svo inn í múslimska fjórðung Gömlu borgarinnar.

Undanfarin ár hafa hópar göngumanna farið um syngjandi „dauði til Araba“ og „Megi þorp ykkar brenna“, á meðan aðrir berja gluggahlera palestínskra verslana.

„Ekkert sem heitir Palestínumenn“

Einn af göngumönnunum, Pini, sem ekki vildi gefa upp fullt nafn, sagði að hann hefði mætt í áratugi í gönguna sem fagnaði því að „Jerúsalem var sameinuð og aftur færð í hendurnar á Gyðingum. Frá 1948 til 1967, var okkur meinaður aðgangur að Vestur-veggnum,“ sagði hann og átti þá við tímabil þegar Austur-Jerúsalem var stjórnað af Jórdaníu. „Við snérum aftur að Vestur-veggnum,“ bætti hann við.

Aðspurður út í ógnandi andrúmsloftið fyrir Palestínumenn sagðist hann vera á móti allri áreitni. En bætti svo við nokkru sem bergmálar afar umdeildar athugasemdir frá öfga hægri ráðherrum þessa árs: „Það er ekkert sem heitir Palestínumenn; hvenær var Palestína stofnuð? Er palestínskur konungur til? Er til palestínskur gjaldeyrir?“

Hin herskái Hamas hópur Palestínu varaði Ísrael í vikunni, við að kveikja ófrið, með því að fara yfir strikið í Jerúsalem á meðan á viðburðinum stendur.

Á fánadeginum árið 2021, skaut hópur eldflaugum að Jerúsalem frá Gaza-ströndinni eftir að spennan á milli þjóðanna hafði byggst upp viku fyrir hátíðina og breyttist í stríðsátök.

Þetta árið virðist minni áhugi vera fyrir átökum eftir að enn ein blóðugu átökin á milli Ísrael og vígamanna frá Gaza-ströndinni endaði fyrir stuttu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -