Föstudagur 11. október, 2024
0.7 C
Reykjavik

Jens Laerke um lokunina inn á Gaza: „Mjög áhrifarík leið til að koma mannúðarhjálpinni í gröfina“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jens Laerke, talsmaður mannúðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, segir að með því að loka tveimur aðalleiðum inn á Gaza, sé algjörlega skrúfað fyrir hjálpargögnum, en það hafa Ísraelsmenn einmitt gert, þrátt fyrir að embættismenn hafi varað við því að hungursneyð breiðist út lengra suður með árás Ísraela.

Laerke sagði í samtali við blaðamenn að „tvær aðalæðar til að koma hjálpargögnum inn á Gaza séu stíflaðar“. Frá þessu segir Al Jazeera.

„Ef ekkert eldsneyti kemur inn í langan tíma væri það mjög áhrifarík leið til að koma mannúðarhjálpinni í gröfina,“ bætti hann við.

Ísraelsher gerði loftárásir á Rafah á Gaza í dögun og drap að minnsta kosti 20 óbreytta borgara, þar af þó nokkur börn. Árásin kom í kjölfar þess að Benjamin Netanyahu forsætisráðherra og öfga hægri stjórn hans, neitaði vopnahléssamningi sem Hamas-liðar höfðu samþykkt. Í kjölfar árásarinnar hefur Ísraelsher meinað Sameinuðu þjóðunum aðgangi að svæðinu.

Hér má sjá myndband af örvæntingarfullum Palestínumönnum reyna af veikum mætti að bjarga börnum sem krömdust undir braki húss sem Ísraelsher sprengdi í dögun. Varað er sérstaklega við áhorfi enda myndskeiðið viðbjóðslegt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -