Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Joe Biden ætlar ekki að senda Úkraínumönnum orrustuþotur – Frakkar og Pólverjar íhuga málið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur útilokað að senda F-16 orrustuþotur til Úkraínu, þrátt fyrir ítrekaða beiðni Úkraínumanna um hjálp úr lofti. 

BBC segir að Biden hafi verið spurður í gær af fréttamönnum hvort Bandaríkin myndu útvega Úkraínu þotur. Svaraði Biden stutt og laggott, „nei“.

Svar hans kom degi eftir að kanslari Þýskalands útilokaði einnig að senda orrustuþotur til Úkraínu. Um langt skeið hafa yfirvöld í Úkraínu þrýst á að bandaþjóðir sendi vel búnar orrustuþotur til hjálpar Kænugarðs við að taka völdin á loftrými landsins í stríði sínu við Rússland.

Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti og yfirmenn hersins hans hafa sagt að slík hernarðarhjálp ætti ekki að vera tabú en Bandaríkin og bandamenn þeirra hafa lýst yfir áhyggjum af því að slík sending myndi valda frekari stigmögnun stríðsins við hið kjarnorkuvopnaða Rússland.

Ekki öll von úti enn

Ekki er þó öll von úti um slíka lofthernaðaraðstoð því Frakklandsforseti, Emmanuel Macron sagði á mánudaginn að tæknilega séð sé „ekkert útilokað“ en þá átti hann við hernaðaraðstoð við Úkraínu. Tók hann þó fram að slík hjálp mætti ekki hella olíu á eldinn né takmarka varnir Frakklands. Varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksii Reznikov er nú staddur í París þar sem hann mun að öllum líkindum ræða þetta mál við yfirvöld í Frakklandi.

Þá hefur Pólland ekki enn útilokað að senda F-16 orrustuþotur til Kænugarðs en forsætisráðherra landsins, Mateusz Morawiecki hefur sagt að slíkur flutningur gæti aðeins átt sér stað í „algjörri samhæfingu“ með öðrum Nato-þjóðum. Lét Andriy Yermak, skrifstofustjóri Zelensky forseta, hafa eftir sér að Úkraína hafi fengið „jákvæð tákn“ frá Varsjá.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -