Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Kennari dó eftir skot úr rafbyssu: „Frændi minn bað um hjálp og hann fékk hana ekki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frændi Patrisse Cullors, meðstofnanda Black Lives Matters-hreyfingarinnar í Bandaríkjunum lést aðeins klukkustundum eftir að hafa fengið stuð úr rafbyssu og handtekinn af lögreglunni í Los Angeles.

Keenan Anderson hét frændinn en hann var aðeins 31 árs að aldri og var faðir og kennari en hann lést á spítala í Santa Monica. BBC sagði frá málinu.

Lögreglan í Los Angeles hefur undir höndum myndskeið lögreglumanns sem sýnir atvikið sem gerðist 3. janúar síðastliðinn. Í myndskeiðinu sést Anderson grátbiðja um hjálpa á meðan lögreglumennirnir halda honum niðri. Lögreglumaðurinn sem stuðaði hann fékk tilkynningu um umferðaróhapp í Venice-hverfinu í Los Angeles um klukkan 15:00.

Lögreglustjórinn Michel Moore sagði á blaðamannafundi á miðvikudaginn að Anderson hefði framið lögbröt er hann reyndi að stinga af eftir umferðarárekstur. Sagði hann að maðurinn hefði gert tilraun til þess að flýja af vettvangi með því að „reyna að komast í bifreið annarrar manneskju án leyfis.“

Sést Anderson í miklu uppnámi í myndskeiðinu, er lögreglan mætir á vettvang en hann sést þar segja lögreglumanni: „einhver er að reyna að drepa mig,“ þó ekki hafi verið neina ógn að sjá í myndskeiðinu.

Í byrjun settist Anderson niður samkvæmt fyrirskipun lögreglunnar en þegar fleiri lögreglumenn mæta á vettvangt stóð hann upp og hljóp út á götu og óhlýðnaðist skipunum um að stoppa. Er lögreglan náði honum og gerðu tilraun til að handsama hann. Í fyrstu hlýddi hann skipunum lögreglunnar en byrjaði svo að öskra „Gerið það, hjálp. Þeir eru að reyna að George Floyd-a mig!“ og átti þá við það er lögreglumaður myrti hinn þeldökka George Floyd árið 2020 í Minneapolis.

- Auglýsing -

Rafbyssan var notuð á Anderson í um það bil 30 sekúndur eftir að lögreglumaðurinn sem á henni hélt hafði ítrekað sagt honum að hætta að veita andstöðu við handtökuna „eða ég stuða þig.“ Aðrir lögreglumenn héldu honum niðri. Hann var svo stuðaður í fimm sekúndur í viðbót.

Sjúkrabíll kom á vettvang um það bil fimm mínútum eftir að rafbyssan var notuð á honum og var Anderson fluttur á sjúkrahús í grenndinni. Lést hann um fjórum og hálfum klukkutíma síðar eftir að hafa farið í hjartastopp. Samkvæmt lyfjaprófi lögreglunnar í Los Angeles, sem gert var á Anderson kom í ljóst að í blóði hans fannst kannabis og kókaín. Skrifstofa dánardómsstjóra Los Angeles sýslu mun einnig gera slíkt próf.

Myndskeiðið kemur sér illa fyrir lögregluna í Los Angeles því á rétt undir viku hafa þrír svartir eða brúnir menn látið lífið eftir samskipti við lögregluna. Hinir tveir eru þeir Takar Smith, 45 ára og Oscar Sanchez, 35 ára en báðir voru þeir skotnir til bana af lögreglunni í byrjun janúar. Borgarstjóri L.A., Karen Bass kallaði atvikin „afar truflandi“. Lögreglan segist vera að rannsaka öll þrjú andlátin.

- Auglýsing -

Anderson bjó í Washington DC en var í heimsókn í Los Angeles. Dauði hans hefur endurvakið kröfur mótmælenda um umbætur hjá lögreglunni, en sumir þeirra telja að lögreglumenn eigi ekki að fá að bera skotvopn er þeir sinna umferðarslysum.

Patrisse Cullors, meðstofnandi Black Lives Matters-hreyfingarinnar og frænka Anderson sagði í viðtali við Guardian: „Frændi minn bað um hjálp og hann fékk hana ekki. Frændi minn óttaðist um líf sitt. Síðustu tíu árin fylgdist hann með samtökum sem börðust gegn drápum á svörtu fólki. Hann vissi hvað var í húfi og var að reyna að vernda sjálfan sig. Enginn vildi vernda hann.“ Hefur Cullors ásamt fleirum, krafist þess að lögreglustjórinn segi af sér.

Lögreglustjórinn segist búast við að myndbandið komist fyrir almenningssjónir en það gæti tekið allt að 45 daga.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -