Það er ekki á hverjum degi sem jólasveinninn fær kjöltudans, hvað þá á tónleikum sem söngkonan Madonna heldur. Slíkt gerðist hins vegar í Washington D.C. í Bandaríkjunum á þriðjudaginn var. Því miður fyrir jólasveininn og dansarann sem átti að dansa í kjöltu sveinka duttu þau bæði í gólfið þegar dansarinn hóf kjöltudansinn. Jólasveinn stóð hægt og rólega upp og var atvikið smá vandræðalegt fyrir hann. Dansarinn lét þetta hins vegar ekki hafa mikið áhrif á sig og hélt áfram að dansa eins og ekkert hafi gerst. Hægt er að horfa á atvikið hér.