Mánudagur 20. maí, 2024
5.1 C
Reykjavik

Púað á ísraelska atriðið á æfingu – Greta Thunberg meðal þúsunda mótmælenda í Malmö

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Púað var á framlag Ísrael í Eurovision á æfingu í Malmö í gær. Þúsundir mótmæla þátttöku Ísraels í keppninni og krefjast þess að Eden Golan fái ekki að stíga á svið í seinni undankeppninni í kvöld. Greta Thunberg er meðal mótmælenda.

Eden Golan varð fyrir því á æfingu í gær að á hana var púað er hún lauk lagi sínu sem keppir í seinni undankeppni Eurovision í Malmö í kvöld. Þá var meðal annars kallað „Frjáls Palestína“.

Söngkonunni hefur, samkvæmt Mail Online verið skipað að halda sér á hótel herbergi sínu, af öryggisteymi ísraelska atriðisins en þúsundir manna hefur safnast saman í Malmö til að mótmæla þátttöku Ísraela í keppninni, þar á meðal frægasta baráttukona Norðurlandanna, Greta Thunberg.

Greta Thunberg

Ísraelar hófu nýverið árásir á síðustu borg Gaza-svæðisins sem herinn átti eftir að sprengja en þar eru samankomnir 1,4 milljónir Palestínumanna, sem flúið hafa sprengju og skotárásir Ísraelshers á öðrum svæðum Gaza frá því í október. Að minnsta kosti hafa rúmlega 35.000 Palestínumenn verið drepnir á Gaza og á Vesturbakkanum frá 7. október 2023, þar af að minnst kosti 14.624 börn. Sjötíu prósent af öllum sem drepin hafa verið eru konur og börn.

Hér má sjá púið frá því í gær:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -