Þriðjudagur 18. júní, 2024
9.8 C
Reykjavik

Rapparinn PnB Rock lést í skotárás: „Hinn grunaði hleypti svo af fjöldi skota á manninn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rapparinn PnB Rock er látinn, einungis 30 ára gamall. Hann lést í skotárás í vopnuðu ráni í Los Angeles-borg.

Samkvæmt Los Angeles Times lést rapparinn sem þekktastur er fyrir lög á borð við Selfish og I Like Girls í gær í skotárás á veitingastaðnum Roscoe´s Chicken & Waffles í suðurhluta Los Angeles.

Lögreglan staðfesti við E! News að maður hafi verið skotinn til bana á Manchester Ave en gátu ekki fullyrt um hvert fórnarlambið væri. Öryggismyndavélar náðu árásinni.

„Fórnarlambið sat við borð og var að snæða ásamt kvenkyns vitni í málinu, þegar sá grunaði nálgaðist hann,“ sagði Kelly Muniz lögreglustjóri við fréttamenn. „Sá grunaði tók svo upp byssu sína og heimtaði eignir fórnarlambsins.“

Muniz hélt áfram: „Hinn grunaði hleypti svo af fjöldi skota á manninn og virðist svo hafa fjarlægt einhverjar eignir hans. Hversu mikið hann tók er ekki vitað að svo stöddu.“

Lögreglan leitar enn morðingjans.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -