Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Reyndi sjálfsvíg eftir ásakanir um kynferðisbrot: „Ég notaði fólk til að láta mér líða betur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikarinn Armie Hammer tjáir sig nú í fyrsta skipti í næstum tvö ár, um ásakanir um kynferðisbrot og misferli á hendur honum.

E Online! segir frá því að í nýju viðtali við Air Mail tímaritið að ásakanirnar hafi næstum því valdið því að hann tæki sitt eigið líf. Þá sagði hann einnig að hann hefði sjálfur orðið fyrir „kynferðislegu áfalli“ þegar æskulýðsprestur misnotaði hann er hann var 13 ára. Í kjölfarið hafi áhugi hans á BDSM-kynlífi kviknað.

Fjöldi ásakana

„Ég var kynntur fyrir kynlíf á afar ógnvekjandi hátt, þar sem ég hafði enga stjórn,“ sagði Hammer í viðtalinu. „Áhugi minn varð eftirfarandi: Ég vil hafa stjórnina í kynferðislegum aðstæðum.“ Segir leikarinn að hann hafi verið 13 ára þegar hann var misnotaður af prestinum. Nú, er hann er 36 ára og hefur ekki leikið í kvikmynd síðan fjöldi kvenna ásakaði hann um kynferðisbrot snemma árs 2021.

Ein þeirra kvenna, Effie, sagði á blaðamannafundi í mars árið 2021, að Hammer hafi nauðgað sér eftir að þau hófu samband árið 2016, eftir að hafa kynnst á Facebook. Lögreglan í Los Angeles hóf rannsókn á ásökunum sem enn stendur yfir.

Leikarinn, sem hefur áður sagt ásakanir Effie vera „svívirðilegar“, sagði í hinu nýja viðtali að  „hin meinta nauðgun var atriði sem var hennar hugmynd,“ sem þau hefðu planað saman fyrirfram á Messenger. „Við myndum taka þátt í kynferðisathöfn sem kallað er „samþykkta nauðgun (e. consensual non-consent scene),“ og átti þá við svokallaða nauðgunarfantasíu. Bætti hann við: „Ég hef aldrei neytt þetta óvænt upp á nokkurn. Aldrei.“

- Auglýsing -

Aðrir fyrrum elskhugar leikarans hafa einnig sakað hann um kynferðisbrot en í heimildarmyndinni House of Hammer sem kom út árið 2022, hélt Courtney Vucekovich  því fram að hún hafi tekið þátt í kynferðisathöfnum með leikaranum sem meðal annars snéru að bindingum og biti og að eitt ákveðið atvik hafi verið „mjög niðurlægjandi og mjög lítillækkandi.“

Enn ein af fyrrverandi kærustum Hammers, Paige Lorenze, sem ekki kom fram í téðri heimildarmynd, sagði E! News árið 2021 að leikarinn hafi „smá saman ýtt henni inn í BDSM kynferðisathafnir,“ en hún bætti því við að þær hafi verið með hennar samþykki.

Hammer viðurkenndi í viðtalinu, þrátt fyrir að neita glæpsamlegum brotum, að hann áttaði sig á að hann hafi „milljón prósent“ beitt andlegu ofbeldi gegn þeim sem ásaka hann um kynferðisbrot og að hann átti sig á að það hafi verið valdaójafnvægi til staðar, gagnvart Vucekovich og Lorenze, þar sem þær voru tíu árum yngri en hann og að hann hafi verið „farsæll leikari á þeim tíma“ sem þau áttu í sambandi.

- Auglýsing -

Reyndi sjálfsvíg

Ásakanirnar um kynferðisbrotin, sem komu aðeins nokkrum mánuðum eftir að þáverandi eiginkona hans, Elisabeth Chambers skyldi við hann, fóru mjög illa í Hammer. Sagði hann í viðtalinu að í febrúar 2021, mánuði eftir að fyrsta ásökunin kom fram, hafi hann reynt að fremja sjálfsvíg á meðan hann var í einangrun vegna Covid á Cayman-eyjum.

„Ég gekk bara í sjóinn og synti eins langt og ég mögulega gat og vonaði að ég myndi drukkna, verða fyrir báti eða vera étinn af hákarli,“ sagði hann. „En þá áttaði ég mig á að börnin mín voru enn á ströndinni og að ég gæti ekki gert þeim þetta.“ Leikarinn á dótturina Harper, átta ára og soninn Ford, sex ára með fyrrum eiginkonu sinni.

Hammer segir að á meðan að leiklistaferill hans standi enn í stað, sé hann að einblína á að hjálpa öðrum en hann fór í meðferð vegna „fíkniefna-, áfengis- og kynlífsvandamála“ eftir að ásakanirnar komu fram og að hann plani nú að vera edrú félagsskapur og flytja inn með öðrum fíkli í bata.

Ennfremur segir Hammer í viðtalinu að hann vilji „taka ábyrgð á því að ég var hálviti, að ég hafi verið eigingjarn, að ég notaði fólk til að láta mér líða betur og þegar ég var búinn hélt ég áfram.“ Bætti hann við: „Nú er ég mun heilbrigðari, hamingjusamari og í meira jafnvægi. Ég get nú verið til staðar fyrir börnin mín á þann hátt sem ég gat aldrei áður.“

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band viðPíeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum. 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -