Mánudagur 20. maí, 2024
5.1 C
Reykjavik

Slóvenía ætlar að viðurkenna Palestínu: „Ég skora á Ísrael að hætta tafarlaust árásum sínum á Gaza“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forsætisráðherra Slóveníu, Robert Golob, tilkynnti í dag að ríkisstjórn landsins hafi nú hafið formlegt ferli til að viðurkenna Palestínu sem fullvalda ríki.

Hann sagði að Slóvenía stefndi að því að viðurkenna sjálfstæða Palestínu á grundvelli landamæranna frá 1967, eða hvers kyns landamærum sem síðar gætu verið dregin upp vegna hugsanlegra framtíðarviðræðna milli Ísraels og Palestínu og umbóta sem palestínsk yfirvöld hafa hrint í framkvæmd.

„Ég skora á Ísrael að hætta tafarlaust árásum sínum á Gaza og nota samningaborðið,“ sagði Golob og bætti við að stjórnarsamstarfið samþykkti einróma ákvörðun um að hefja viðurkenningu á ríki Palestínumanna.

Frá 1988 hefur yfirgnæfandi meirihluti aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna viðurkennt ríki Palestínumanna eða 142 af 193.

Al Jazeera sagði frá málinu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -