- Auglýsing -
Á dögunum féll nýtt heimsmet en það var samfélagsmiðlarinn, Eric Decker, sem í samstarfi við Pizza Hut bökuðu stærstu pizzu heims. Bakan taldi 68 þúsund sneiðar, í hana voru notuð tæp 3630 kílógrömmum af osti og 630.496 skífur af pepperoni. Stærð hennar var ekki talin í tommum heldur fermetrum og mældist hún heilir 1400 fermetrar að stærð.
Engin ofn var nægilega stór fyrir ferlíkið svo hún var bökuð í pörtum.
Sönn réttmæli voru rituð af umsjónaraðila Heimsmetabókar Guinness við færslu Erics: „Eins gott að heimsendlinum verði greitt þjórfé“.

Hér má skoða færslu Erics.