Miðvikudagur 11. september, 2024
5.8 C
Reykjavik

Talíbanar styðja Twitter

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Aðrir miðlar geta ekki komi í stað þess“ sagði Anas Haqqani í tísti á Twitter en hann er háttsettur meðlimur Talíbana og bætti við að Meta, sem heldur út Facebook, Instagram og nú nýlega Threads sem er miðill sem er ætlað að keppa beint við Twitter, sé óumburðalynt.

„Twitter hefur tvo ótvítræða kosti umfram aðra samfélagsmiðla. Sá fyrri er málfrelsi en sá síðari trúverðugleiki og hversu miðað að almenningi það er. Twitter heldur ekki úti óumburðarlyndum reglugerðum. Aðrir miðlar geta ekki komið í þess stað.“

Mynd / Twitter

Ýmislegt hefur gengið á hjá Twitter eftir að Elon Musk keypti fyrirtækið í fyrra. Sem dæmi hafa takmarkanir verið settar á hversu mörg tíst hver notandi getur skoðað, dregið hefur úr inngripi stjórnanda á vegum Twitter og það olli fjaðrafoki þegar gjaldtaka hófst á bláu merkingunni sem staðfestir notendur Twitter báru fram að því án endurgjalds.

Breytingarnar hafa haft fælingarmátt gagnvart ýmsum notendum en svo virðist sem Talíbanarnir taki þessu fagnandi. Þess ber að geta að bæði Facebook og TikTok líta á Talíbana sem hryðjuverkasamtök og viðhafa enn í dag bönn sem hamla þeim að birta efni sitt á miðlum sínum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -