Laugardagur 20. júlí, 2024
8.1 C
Reykjavik

Ísraelskur ráðherra vill minnka hjálparaðstoð á Gaza: „Aðeins sýna mannúð í skiptum fyrir mannúð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Öfga-hægrimaðurinn Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra Ísraels, hefur hvatt til þess að komið sé í veg fyrir að eldsneyti komist inn og að dregið verði úr mannúðaraðstoð til Gaza-svæðisins.

Illa vanræð stúlka á Gaza.

„Ísrael ætti að halda eldsneyti frá Gaza og draga úr mannúðaraðstoðinni sem berst inn á svæðið,“ sagði ísraelski ráðherrann á X.

Öfga-hægrimaðurinn hélt áfram:

„Ísrael ætti aðeins að sýna mannúð í skiptum fyrir mannúð, en við munum ekki samþykkja samning sem myndi stofna framtíð Ísraelsríkis í hættu,“ sagði hann.

Samkvæmt uppfærslu í síðustu viku frá samhæfingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, OCHA, frá því um miðjan janúar, hafa meira en 93.400 börn undir fimm ára verið skimuð fyrir vannæringu á Gaza; 7.280 reyndust vera með bráða vannæringu, þar af 5.604 með miðlungs bráða vannæringu og 1.676 með alvarlega bráða vannæringu.

Þess ber að geta að það að halda mannúðaraðstoð viljandi frá borgurum í stríði, er brot á alþjóðalögum og getur flokkast undir glæp gegn mannkyninu og stríðsglæp.

- Auglýsing -

Al Jazeera sagði frá málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -