Miðvikudagur 24. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

UFC-bardagagoðsögnin Stephan Bonnar er látinn 45 ára: „Hans verður saknað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

UFC-bardagamaðurinn Stephan Bonnar er látinn aðeins 45 ára að aldri.

Fram kemur á ET að sorgarfréttirnar hafi borist á aðfangadagskvöld frá UFC-bardagasamtökunum. Samkvæmt tilkynningunni lést Bonnar af völdum hjartavandkvæða.

„UFC-fjölskyldan er sorgmædd vegna harmfregnanna af andláti Stephan Bonner, sem er meðlimur í Frægðarhöll UFC, af sökum hjartavandkvæða á meðan hann vann. Hann var 45 ára,“ skrifaði Dana White, forseti UFC á vefsíðu samtakanna.

„Stephan Bonnar var einn mikilvægasti bardagamaður sem nokkurn tímann hefur keppt í Octagon,“ skrifaði White einnig og hélt áfram: „Bardagi hans við Forrest Griffin breytti íþróttinni að eilífu og hann mun aldrei gleymast. Aðdáendur elska hann, tengja við hann og hann gaf þeim alltaf hans besta. Hans verður saknað.“

Engar frekari upplýsingar um andlát Bonnar hafa verið birtar.

Bonnar byrjaði sem bardagamaður UFC árið 2005 þar sem hann skapaði sér og íþróttinni nafn í lokabardaga tímabilsins er hann mætti Forrest Griffin í hringnum. Sá bardagi tryggði honum sess í Frægðarhöll UFC.

- Auglýsing -

Er Bonnar hætti árið 2013 hafði hann unnið 17 bardaga en tapað 9. Kappinn sigraði bardaga gegn mönnum á borð við James Irvin, Keith Jardine, Krzysztof Soszynski, Igor Pokrajac og Kyle Kingsbury. Þá mætti hann einnig mönnum eins og Jon Jones, Rashad Evans, Mark Coleman, Anderson Silva og Tito Ortiz.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -