Að lokum segir Espen: „Við verðum að greina á milli þess sem einstaklingar kunna að hafa gert og þess sem UNRWA stendur fyrir. UNRWA hefur 30.000 starfsmenn víðs vegar um Jórdaníu, Líbanon, Sýrland, Vesturbakkann, þar á meðal Austur-Jerúsalem og Gaza. 13.000 þeirra vinna á Gaza við að dreifa aðstoð, bjarga mannslífum og tryggja nauðsynlegar þarfir og réttindi íbúa. Íbúar Gaza þurfa á brýnni mannúðaraðstoð að halda og mega ekki gjalda fyrir gjörðir annarra.“

- Auglýsing -