Miðvikudagur 8. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Eru konur almennt ómarktækar – lyga- og athyglissjúkar sem hata karlmenn?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ofbeldi í nánum samböndum er algengasta form ofbeldis gegn konum á heimsvísu og hefur áhrif á um það bil 641 milljón kvenna. Um 6% þessara kvenna á heimsvísu segja að þær hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu einhvers annars en eiginmanns síns eða maka. Í ljósi mikillar fordæmingar og hræðslu þolenda við að tilkynna kynferðislegt ofbeldi er líklegt að raunveruleg tala sé verulega hærri. Þessar tölur eru fengnar frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO).

Samkvæmt WHO er ofbeldi gegn konum landlægur vandi í hverju landi og menningu og veldur milljónum kvenna og fjölskyldum þeirra ótrúlegum skaða. Þrátt fyrir þessar tölur og gögn erum við ekki tilbúin til þess að trúa þolendum.

Fólk virðist keppast við að sýna þolendum, sem þora að stíga fram, hversu ótrúverðugir þeir séu.

Samskiptatæknin sem oftast er notuð á þolendur hefur verið kölluð „gaslight­ing“, eða gas­lýs­ing og er þekkt samskiptabragð. Þetta er siðlaus samskiptatækni sem oftast er beitt sem vopni. Markmiðið er að þolandinn fari að efast um sig og upplifun sína. Þolandinn upplifir stöðugt ástand óvissu og óöryggis og missir sjónar á því hver hann er og hvar mörk hans liggja. Með þessu móti er auðveldara fyrir gerandann að stýra þolandanum.

Gjarnan eru setningar eins og; „þetta gerðist aldrei, þetta gerðist ekki svona, ég sagði/gerði þetta aldrei, þú ert svo viðkvæm/ur, þarft þú ekki bara að fara að leita þér hjálpar?“ eru algengar spurningar sem þolendur siðlausrar samskiptatækni heyra oft. Í kjölfarið upplifa þolendur sig áttavillta og eiga erfitt með að taka ákvarðanir. Margir upplifa skömm og trúa því staðfast að þeir séu jafnerfiðir í samskiptum og gerandinn telur þeim trú um og forðast þar af leiðandi öll átök með því að láta undan eða láta ekki skoðun sína í ljós.

Gaslýsing er alvarleg birtingarmynd af andlegu ofbeldi og getur haft langtíma skaðlegar afleiðingar á lífsgæði, sjálfsmat og hugræn ferli þolenda.

- Auglýsing -

Ef hugsunin er að konur leiki sér að því að búa til áfallasögur og ítarlegar lýsingar á ofbeldi til að koma óorði á „góða menn“ þá erum við í vondum málum sem samfélag. Maður getur ekki annað en leitt hugann að því hvort sumir séu einfaldlega haldnir kvenfyrirlitningu eða telji að konur séu almennt ómarktækar, lyga- og athyglissjúkar og hati alla karla.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -