Þriðjudagur 5. nóvember, 2024
11.1 C
Reykjavik

Faðir fangans kallar eftir ábyrgð: „Sonur minn bað um hjálp á föstudag en var sagt að bíða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Sonur minn bað um hjálp á föstudaginn en honum var sagt að bíða til mánudags. Nú er of seint að hjálpa honum,“ segir Tómas Ingvason, faðir fangans sem fyrirfór sér á Litla Hrauni um helgina. Mannlíf ræddi við Tómas í morgun. Hann býr í Noregi en stefnir að því að koma sem fyrst heim til Íslands. Hann segir líðan sína vera hörmulega.

„Þetta er skelfilegt. Ég fékk fréttirnar af andláti sonar míns í gær og hef síðan verið svefnvana,“ segir Tómas.

Hann segir að sonur sinn hafi árum saman barist við að losna úr klóm fíknar. Stundum hafi gengið vel en hann hafi oft fallið og þá leiðst aftur inn á brautir neyslu og afbrota. Hann segir son sinn hafa verið góðan dreng í grunninn.

„Sonur minn var sannur vinur vina sinna. Hann var á réttri braut á Vernd þegar kærumál kom upp. Hann var að betrumbæta sig. Lögreglan kom og hann var í raun handtekinn án dóms og laga og fluttur í fangelsið,“ segir Tómas.

Harmur Tómasar er mikill. Annar sonur hans lést 5. maí árið 2017 á Spáni. nákvæmlega sjö árum fyrir harmleikinn í gær þegar sonur hans féll fyrir eigin hendi í fangelsinu

Tómas segir að andlát sonar síns megi skrifa á fangelsismálayfirvöld sem hafi ekki sinnt neyðarkalli sonar síns.

- Auglýsing -

„Ég krefst rannsóknar á aðdraganda þess að hann lést. Það verður að kalla fram ábyrgð í þessu máli,“ segir Tómas og telur að Páll Winkel fangelsismálastjóri eigi að víkja.

„Páll er gjörsamlega óhæfur. Hann er búinn að vera of lengi í þessu starfi. Ég vil gjarnan heyra frá honum um það hvernig þetta gat gerst. Það má ekki þegja þetta mál í hel,“ segir Tómas.

Páll Winkel kemur að fjöllum samkvæmt skriflegu svari hans til Mannlífs. Þar segir hann: „Ég hef ekki þessar upplýsingar. Ég ræddi við forstöðumann fangelsisins og hann hefur heldur ekki fengið þessar upplýsingar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -