Föstudagur 24. maí, 2024
8.8 C
Reykjavik

Farþegar Play geta nú flogið án grímu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þeir sem fljúga með Play út í heim frá og með deginum í dag þurfa ekki að setja upp grímur um borð nema ef ferðinni er heitið til Frakklands eða Þýskalands. Grímuskylda verður einnig í fluginu til Bandaríkjanna ef að líkum lætur en þangað fer Play í sína fyrstu ferð þann 20. apríl.

Stjórnendur bandarískra flugfélaga hafa reyndar í vikunni biðlað til yfirvalda um að fella niður grímuskyldu í samgöngum þar í landi.

Með þessari breytingu hjá Play í dag þá getur stór hluti þeirra farþega sem flýgur til og frá Keflavíkurflugvelli setið í þotunum án grímu. Icelandair felldi nefnilega niður grímuskylduna í sínum ferðum í fyrradag nema ef flogið er til Frakklands, Sviss, Bandaríkjanna eða Kanada.

Að sama skapi eiga farþegar í Íslandsflugi British Airways að geta sleppt því að setja upp grímur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -