Miðvikudagur 17. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Myndavélar komnar upp á Egilsstaðaflugvelli – Gjaldtaka hefst í vor

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Búið er að koma fyrir myndavélum á Egilsstaðaflugvelli, svo hægt sé að mynda númeraplötur á bílum sem leggja við völlinn.

ISAVIA ætlar sér að hefja gjaldtöku á bílastæðum á þremur flugvöllum á landsbyggðinni frá og með vorinu en stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi krefst þess að hætt verði við gjaldtökuna.

Fram kemur í umfjöllun Austurfréttar, að ISAVIA hafi ákveðið í lok síðasta árs, að hefja gjaldtöku á bílastæðum við flugvellina á Egilsstöðum og Akureyri, snemma á þessu ári. Eftir mótmæli var því frestað en bent var á að ósamræmi væri í að rukka ekki fyrir bílastæði við Reykjavíkurflugvöll, en að auki voru uppi efasemdir um lögmæti gjaldtökunnar.

Þrátt fyrir frestunina er ISAVIA ekki hætt við gjaldtökuna og eru nú komnar upp myndavélalar á Egilsstöðum. „Ég get staðfest að búið er að setja upp myndavélakerfi fyrir bílastæðin við Egilsstaðaflugvöll og Akureyrarflugvöll. Við erum í miðjum undirbúningi á Reykjavíkurflugvelli. Við gerum ráð fyrir að kerfið verði tekið í notkun og gjaldtaka á bílastæðunum við alla þrjá flugvellina hefjist í vor,“ segir í svari Sigrúnar Jakobsdóttir, framkvæmdastjóra ISAVIA innanlandsflugvalla til Austurfréttar.

Sveitastjórnir á Austurlandi mótmæltu gjaldtökunni en stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi bókaði á fundi sínum kröfu um að ISAVIA félli algjörlega frá gjaldtökunni. Í bókuninni var efasemdir um lögmæti gjaldtökunnar ítrekaðar en að auki var henni lýst sem mismunun gagnvart íbúum á landsbyggðinni, sem ekki komist hjá því að nota dýrt innanlandsflug til að sækja nauðsynlega þjónustu til höfuðborgarsvæðisins.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -