Þriðjudagur 9. apríl, 2024
0.8 C
Reykjavik

Fjármálaráðgjafi sagði skjólstæðingi sínum að hætta á lífsnauðsynlegum lyfjum til að spara

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sanna Magdalena Mörtudóttir deildi á dögunum sögu í hópi Sósíalistaflokks Íslands á Facebook.
Sagan átti sér stað í Reykjavík og fékk Sanna hana senda frá samtökum fólks í fátækt.

„Skjólstæðingur okkar sem fékk nýlega heppilegri íbúð hjá Félagsbústöðum fyrir fjölskyldu sína, sótti í dag um strætókort hjá félagsþjónustu Reykjavíkur fyrir barnið sitt svo það geti komið og farið sjálft, í og úr skóla. Barnið er á lokaári grunnskóla og vill klára í skólanum sem það þekkir.“

Var skjólstæðingnum gert að fá fjármálaráðgjöf á vegum þjónustumiðstöðvarinnar áður en tekið væri tillit til umsóknarinnar.

Samkvæmt samtökunum er það ekki óeðlilegt ferli, en segir jafn framt að í ráðgjöfinni hafi augljóslega eingöngu verið horft á upphæðir og ekkert tillit tekið til aðstæðna skjólstæðingsins.

Fjármálaráðgjafinn benti á að þessi fjölskylda gæti auðveldlega lagað fjárhaginn með því að:

Lækka matarreikninginn úr 63.000.-

- Auglýsing -

Þessi fjölskylda hefur búið við bágan fjárhag lengi og því er matarreikningurinn þetta lágur, hvernig á að pína tvo unglinga til að borða öðruvísi og minna af því?

Selja bílinn.

Mögulega gott ráð EN bíllinn er líflína fjölskyldunnar og gerir þeim kleyft að heimsækja ættingja sína, sem búa allir utan Reykjavíkur. Bíllinn er einnig nauðsynlegur af heilsufarsástæðum, en stærsta ástæðan er samt sú að bíllinn er flóttaleið undan ofbeldismanni sem hefur setið um fjölskylduna.

- Auglýsing -

Losa sig við hundinn.

Hundurinn kom inn á heimilið að læknisráði og hefur haft mikil og góð áhrif á bataferil fjölskyldunnar.

Hætta á lífsnauðsynlegum lyfjum.

Kvíðalyf eru vissulega dýr en þau eru tekin samkvæmt læknisráði og varasamt að hætta á þeim án samráðs við lækni. Þar að auki, þegar fólk þjáist af alvarlegri áfallastreituröskun og getur átt von á að ofbeldismaður minni á sig við ólíklegustu aðstæður þá þarf það klárlega á sínum uppáskrifuðu kvíðalyfjum að halda.

Taka barnið úr sálfræðitímum.

Eftir allt sem á undan er gengið (ofbeldi, einelti og sárafátækt) auk nýlegrar greiningar þá er barnið loksins að byrja að treysta og stefnir í framfarir. Það síðasta sem barnið þarf er að hætta (eða fækka) sálfræðitímunum.

Það liggur auk þess alveg ljóst fyrir að það er mun dýrara fyrir samfélagið að styðja barnið ekki með öllum ráðum núna.

Kaupa ódýrustu íþróttaskóna fyrir þetta barn.

Sem að fátækt fólk gerir jú alla jafna en þegar um er að ræða barn með snúna fætur sem þyrfti að kaupa dýra greiningu fyrir og sérsmíðaða skó – þá eru Sports direct skór sem endast ekki út mánuðinn varla rétta svarið við fjárhagsvanda fjölskyldu sem að glímir við afkomukvíða ofan á allt annað sem er í gangi.

Auk þessara punkta ráðgjafans um hvernig fjölskyldan gæti sparað, skoðaði hann einnig úttektir viðkomandi. Þar kom hann auga á lága úttekt á veitingastað og vilid meina að þarna væru um greinilegt bruðl að ræða.

„Í þessu tilviki hafði fjölskyldan keypt sér ódýran mat á veitingastað í stuttu sumarfríi sem eytt var hjá ættingja úti á landi – skilaboð ráðgjafans eru að því er virðist vera: Þú mátt vera á lífi en ekki lifa því.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -