Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Fjölgun á sjálfsmorðum kvenna á Íslandi: „Áhyggjur vakna vegna samfélagslegra hremminga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekki varð marktæk fjölgun sjálfsvíga á Íslandi í fyrra vegna samfélagslegra áhrifa Covid-19 faraldursins. Hins vegar urðu fleiri sjálfsmorð á meðal kvenna árið 2020 en árið á undan. Þessar upplýsingar eru fengnar úr bráðabirgðatölum sem embætti landlæknis hefur birt.

Í tilkynningu frá embættinu – sem landlæknirinn Alma Möller stýrir – segir að „reglulega hefur komið upp umræða á undanförnum misserum hvort tíðni sjálfsvíga hafi aukist í kórónuveirufaraldrinum.“

Ekki sé óeðlilegt „að áhyggjur vakni af andlegri heilsu þegar samfélagslegar hremmingar ganga yfir og vissulega var ýmislegt sem faraldrinum fylgdi sem gat haft neikvæð áhrif á andlega líðan.“

Þá er tekið sem dæmi um  takmarkanir á samneyti milli fólks, atvinnumissi og áhyggjur af eigin heilsu og annarra vegna faraldursins.

„Aftur á móti benda gögn einnig til þess að jákvæðar breytingar hafi orðið á öðrum áhrifaþáttum andlegrar heilsu, svo sem minni áfengisneyslu ásamt því sem hærra hlutfall fólks átti auðvelt með að ná endum saman.“

 

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -