Laugardagur 20. júlí, 2024
8.1 C
Reykjavik

Fluttu í bílskúr og létu draum sinn rætast

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það var alltaf ætlunin að flytja framleiðsluna heim á Gunnarsstaði enda mun hentugra að hafa starfsemina heima á hlaði,“ segir Sigríður Jóhannesdóttir, en hún ásamt eiginmanni sínum, Júlíusi Þresti Sigurbjartssyni, rekur fyrirtækið Sillukot „sem meðal annars framleiðir Sælusápur, en þau hjónin keyptu fyrirtækið „Sælusápur fyrir tveimur árum og fluttum þess vegna úr Kelduhverfi og til bráðabirgða í bílskúr í eigu systur minnar, Sigríðar á Þórshöfn.“

Í kjölfarið hófu hjónin að huga að „endurbótum á gamalli vélaskemmu sem byggð var utan á fjárhúshlöðu okkar á Gunnarsstöðum, og nú hefur nýinnréttuð aðstaða verið tekin í notkun og hlökkum við mikið til að taka á móti gestum.“

Þess má geta að fyrirtækið „framleiðir fimmtán gerðir af handsápum, sem og handgerð kerti og ýmsar aðrar handgerðar heimilisvörur.“

Og það er nóg um að vera á Gunnarsstöðum en þar eru rekin þrjú sauðfjárbú og hjónin eru með eitt þeirra.

Sigríður segir að „vel fari saman að reka sauðfjárbú og fyrirtækið Sælusápur; í því felist ýmis jákvæð samlegðaráhrif og styrki búsetu á heimaslóð.“

- Auglýsing -

Hjónin Sigríður og Júlíus eiga þrjár dætur sem allar „vinna jafnt og þétt með okkur við sápugerðina og búskapinn,“ og óhætt að tala um samheldna fjölskyldu í þessu samhengi.

„Í framkvæmdum og uppbyggingu eins og þessum hjá okkur er algjörlega ómetanlegt að búa í sveit eins og okkar þar sem menn fara á milli bæja og hjálpast að,“ segir Sigríður og nefnir að „þegar við skiptum um þak mætti vaskur hópur manna og hamarshöggin ómuðu í tvo daga samfleytt á meðan þeir skiptu um þakið. Slík samvinna gerir það að verkum að svona verk eru framkvæmanleg og erum við afar þakklát fyrir alla þá aðstoð sem við fengum til að láta þennan draum okkar verða að veruleika.“

- Auglýsing -

Sigríður vonast til að fleiri „vörur eigi eftir að bætast við með tíð og tíma.“ En þau hjónin verða með „opið í sumar en samt engan formlegan afgreiðslutíma því við erum nær alltaf heima við og getum þá skroppið niður eftir og opnað fyrir þá sem eiga leið um og vilja kíkja til okkar.“

Hún bætir við að það sé „skemmtilegt að sýna gestum aðstöðuna; þeir koma heim á sveitabæinn okkar og fá að sjá og upplifa það sem verið er að sýsla við daglega; hænur eiga það til að ganga yfir hlaðið; heimalingar jarma og láta í sér heyra þegar þeir verða svangir og stöku sinnum baula kálfar utan við gluggann.“

En hvernig skyldi nafnið Sillukot orðið til?

„Það má rekja til ömmu og alnöfnu mína sem gjarnan var kölluð Silla á Gunnarsstöðum og þegar ég stend í dyrunum á kotinu okkar horfi ég yfir á gamla bæinn á Gunnarsstöðum þar sem hún bjó og verður mér oft hugsað til hennar eftir að við hófum þessa vegferð.“

Eins og flestir, ef ekki allir, hafa lent í vegna „kórónuveirufaraldsins þá breyttist heilmikið fyrir okkur; margir af okkar endursöluaðilum byggja á sölu til ferðamanna en sala dróst verulega saman þegar þeir hurfu af landinu. En á sama tíma byggðist íslenskur markaður upp hægt og rólega,“ segir Sigríður og nefnir að „Sælusápur innihaldi íslenskar og handtíndar jurtir sem hafa reynst þeim vel sem hafa viðkvæmar hendur sem þorna við mikla sprittnotkun og handþvott.“

Óskastaða þeirra hjóna er sú að hafa markaðinn „blandaðan; bæði Íslendinga og útlendinga og við teljum að Íslendingar eigi að sjálfsögðu að nota vörur sem framleiddar eru á Íslandi, sé þess kostur, en slíkt er umhverfisvænna og styrkir búsetu í landinu. En einnig er gaman að erlendir ferðamenn geti notið þess að taka mér sér vörur framleiddar á landinu og á þann hátt tekið með sér brot af Íslandi þegar haldið er heim.“

Þessi framtakssömu og duglegu hjón, Sigríður og Júlíus, eru bjartsýn á lífið og tilveruna þrátt fyrir faraldurinn skæða:

„Fram undan er hörkuvinna við að byggja upp sterkan markað; aðstaðan er komin

svo nú brettum við upp ermar og hefjumst handa. Við höfum fulla trú á að framleiðsla okkar vaxi og dafni. Við ætlum svo sannarlega að nýta okkur það að styrkja búsetu okkar í sveitinni með eigin framleiðslu,“ segir Sigríður að lokum.

Heimild: Bændablaðið

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -