Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Fólkið á Akranesi er með stórt hjarta – Söfnuðu 2 milljónum fyrir Helgu: „Ég er ótrúlega þakklát“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta á eftir að koma sér mjög vel og gefur mér mikinn styrk til þess að klára þetta verkefni. Ég á ævilangan vin í honum Gísla og ykkur öllum fyrir þetta allt saman. Ég get ekki fundið réttu orðin núna,“ sagði Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir í viðtali við Skagafréttir í dag.

Það var Gísli J Guðmundsson hárskeri sem setti í gang söfnun fyrir Helgu; hún er í lyfjameðferð vegna krabbameins.

Gísli stóð fyrir söfnuninni. Sómamaður.

Skagamenn tóku heldur betur höndum saman söfnuðust 2,1 milljón króna.

Helga hefur verið ófeimin að ræða opinskátt um krabbameinið; hún er ein þeirra sem eru í auglýsingaherferð Krafts um þessar mundir, Kolluna upp fyrir okkur.

Gísli hárskeri hét því að raka af sér allt hárið er söfnunin væri komin í tvö hundruð þúsund krónur; sá Helga um að raksturinn.

Kemur fram að bæði Sigrún Ríkharðsdóttir og Ísólfur Haraldsson aðstoðuðu Gísla við kynningu á söfnunni sem gekk svona heldur betur vel.

- Auglýsing -

Hét Sigrún því að raka af sér hárið þegar einnar milljón krónu markinu væri náð; sá Carmen Llorens, samstarfsfélagi Gísla, raksturinn:

„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Þetta eru allt saman einstakir karakterar sem hafa staðið að þessu, Gísli, Ísólfur og Sigrún. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þetta. Samt sem áður er ég lítil í mér en samt svo stór þegar ég finna að allt samfélagið stendur saman í þessu með mér,“ sagði þakklát baráttukonan Helga Ingibjörg að endingu.

Þeir sem vilja leggja Helgu lið geta lagt inn á neðangreindan reikning sem er á nafni Gísla:

- Auglýsing -

Reikningsnúmer: 0186 – 05 – 070010 Kennitala: 150971 – 5519.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -