Laugardagur 20. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Fólksflótti frá Hafnarfirði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frá 1. desember 2020 til 1. ágúst á þessu ári hefur íbúum Reykjavíkurborgar fjölgað um 981, sem nemur 0,7% fjölgun.
Á sama tíma hefur íbúum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ einnig fjölgað um nokkur hundruð.
Íbúum í Hafnarfirði hefur aftur á móti fækkað um 154 og íbúum á Seltjarnarnesi um 18. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár.

Mest fjölgun

Í Helgafellssveit, sem staðsett er á norðanverðu Snæfellsnesi, hefur íbúafjöldi aukist hlutfallslega mest þegar horft er til alls landsins. Fjölgað hefur um 14 í sveitarfélaginu eða um 21,5% fjölgun.

Í öðru sæti yfir hlutfallslega mestu fjölgunina er Hörgársveit sem staðsett er skammt frá Akureyri. Þar hefur fjölgað um 7,3% eða um 47 íbúa.

Fækkað mest

Íbúum í Eyja- og Miklaholtshreppi fækkaði hlutfallslega mest eða um 14,2% og Ásahreppi um 5,1%.

- Auglýsing -

Reykjanesbær enn í fjórða sæti

Íbúum Reykjanesbæjar fjölgaði um 330 og heldur bæjarfélagið því enn fjórða sæti yfir fjölmennasta sveitarfélag landsins. En árið 2019 tók Reykjanesbær fram úr Akureyri, sem hafði fram að því vermt fjórða sæti í áratugi.

Á Akureyrar hefur þó einnig verið fólksfjölgun, en íbúum bæjarins hefur fjölgað um 219 eða 1,1%.

- Auglýsing -

Fjölgun um allt land

Ef horft er á alla landshlutana í heild sinni þá fjölgaði í þeim öllum. En hlutfallslega fjölgaði mest á Suðurlandi eða um 1,8% og á Austurlandi um 1,5%.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -