Mikil umræðu hefur skapast í samfélaginu varðandi áform Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um sölu björgunar- og eftirlitsvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SIF.

Formaður utanríkismálanefndar og þingmaður VG, Bjarni Jónsson, sagði í samtali við mbl.is „að Þetta er gríðarlega þýðingarmikið öryggismál og snar þáttur í þessu alþjóðlega björgunarstarfi sem við erum að sinna við Ísland og líka varðandi það eftirlit sem við erum að sinna á þeim tímum sem við lifum núna.“
Bjarni boðaði fund í utanríkismálanefnd sem fram fer í dag til að ræða áform ráðuneytisins; hefur hann stefnt forstjóra Landhelgisgæslunnar og dómsmálaráðherra á fundinn:

„Þú getur ímyndað þér hvað mér brá þegar ég sá þetta í fréttum í gær,“ sagði Bjarni og bætir við:
„Ég hafði ekki heyrt á þetta minnst. Svona vinnubrögð ganga náttúrulega ekki, það þarf að fara betur yfir þetta, hvernig við tryggjum það að við njótum þess öryggis sem þessari vél er ætlað að sinna. Við erum búin að læra það núna að undanförnu að það er að mörgu að hyggja og þetta er eitthvað sem verður að vera í lagi.“