Föstudagur 14. júní, 2024
11.8 C
Reykjavik

Forsetafrúin Eliza Reid: „Ég er ennþá þessi venjulega kanadíska kona sem flutti hingað 2003″

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forsetafrúin Eliza Reid segir það mikilvægt fyrir Íslendinga að raddir þeirra sem hafa ekki fullkomið vald á tungumálinu heyrist.

Hún segir að innflytjendur hafi margt að segja þó þeir tali ekki alveg kórrétta íslensku.

Eliza flutti hingað til Íslands fyrir tæplega tuttugu árum síðan, ásamt verðandi eiginmanni sínum, Guðna Th. Jóhannessyni.

Eliza, sem er kanadísk, kynntist Guðna í sagnfræðinámi í Oxford á Englandi; hún vann sem sjálfstætt starfandi blaðamaður, ritstjóri og rithöfundur eftir að hún kom til Íslands; hefur látið að sér kveða í umræðu um jafnréttis- og innflytjendamál.

Það urðu síðan miklar breytingar í lífi hennar og Guðna árið 2016, en þá var Guðni kjörinn forseti Íslands; endurkjörinn 2020.

Eliza var því orðin maki þjóðhöfðingja.

- Auglýsing -

Spegillinn ræddi við Elizu Reid um dvöl hennar og líf á Íslandi:

„Ég er enn þá þessi venjulega kanadíska kona sem flutti hingað 2003, og íslenska konan líka. Það er auðvitað skrítin tilfinning að vera allt í einu þjóðþekkt sem maki einhvers. Og það kannski einkennir mig sem einstakling fyrst og fremst þó að ég muni aldrei útskýra mig sjálfa þannig. En að sjálfsögðu er ég mjög stolt af því að vera maki hans Guðna. En þessi staða hefur alltaf verið mikil forréttindi, mikill heiður og mér finnst þetta svo skemmtilegt.“

Eliza bætir því við að „frá byrjun hefur mig alltaf langað til að gera eitthvert gagn. Ég er ekki manneskja sem vill brjóta reglur og fara mikið út fyrir þægindarammann. Jafnréttismálin eru mér mjög kær, en ég hugsaði að ég gæti ekki talað um þau. Ég væri komin í þessa stöðu bara vegna þess að maðurinn minn var kjörinn í embætti. En svo hugsaði ég að maður veit aldrei í lífinu hvenær örlögin gefa þér tækifæri til að gera eitthvað. Og það er okkar að velja hvort við viljum gera eitthvað með þetta eða ekki. Við erum öll fyrirmyndir og við þurfum að velja hvort við viljum vera jákvæðar eða neikvæðar fyrirmyndir.“

- Auglýsing -

Hún segist einfaldlega hafa ákveðið að „nýta röddina mína, röddina sem talar með hreim líka. Það er mjög mikilvægt á Íslandi að fólk heyri að þó maður geri einhverja vitleysu í tungumálinu að þá hafi maður eitthvað mikilvægt að segja. Ég held og ég vona að ég hafi ekki breyst neitt sem einstaklingur þó að ég sinni nú því hlutverki að vera forsetafrú. En ég hef lært mikið, skemmt mér, hitt allskonar fólk og ef eitthvað er þá er ég bjartsýnni fyrir heiminn og Ísland eftir þau tækifæri sem ég hef fengið síðustu tæp sjö ár.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -