Laugardagur 13. apríl, 2024
0.8 C
Reykjavik

Fyrrverandi Pamelu Anderson strax búinn að trúlofa sig aftur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan og fyrirsætan Pamela Anderson og framleiðandinn Jon Peters giftu sig þann 20. janúar. Þau létu pússa sig saman við litla athöfn í Malibu. Þau sögðu frá brúðkaupinu í fjölmiðlum og greindu frá því að þau væri yfir sig ástfangin.

12 dögum síðar voru þau hætt saman.

Í yfirlýsingu sagði Anderson að þau ætluðu að taka sér hlé og meta stöðuna, skoða hvað þau vilja fá út úr lífinu og hvort öðru.

Samkvæmt heimildum Us Weekly hefur hinn 74 ára Peters nú trúlofað sig aftur. Unnusta hans er Julia Bernheim. Þetta mun vera í sjötta sinn sem Peters hefur verið trúlofaður.

Þess má geta að Anderson og Peters voru par í skamman tíma á níunda áratugnum eftir að þau kynntust í Playboy-höllinni í Los Angeles. Sambandið gekk hins vegar ekki upp og kenndi Peters aldursmuninum meðal annars um en hann er 22 árum eldri en Anderson.

Svo rúmum 30 árum síðar létu þau pússa sig saman en það tók þau tvær vikur að fatta að sambandið myndi ekki ganga upp núna frekar en í fyrra skiptið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -