ORÐRÓMUR Hötuðustu fyrirtæki landsins í dag eru þau sem sækja styrk í ríkissjóð í gegnum hlutabótaleið án þess að þurfa það.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fordæmt græðgina líkt og Ásmundur Daði Einarsson félagsmálaráðherra. Sum fyrirtækjanna hafa séð að sér og endurgreitt ríkinu en önnur halda sig við að taka til sín fjármuni almennings á sama tíma og þau skila eigendum sínum arði.
Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga greip í taumana þegar dótturfélag KS, kjötvinnslan Esja Gæðafæði ehf. í Reykjavík, seildist í fjármunina. Hann skikkaði félag sitt til að endurgreiða um 17 milljóna króna stuðning …
[email protected]