Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Gríðarleg hækkun hjá Subway: Máltíð dagsins hefur hækkað um 30 prósent

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gríðarleg hækkun hefur orðið á máltíð dagsins hjá Subway. Máltíð sem inniheldur 6 tommu bát, gosglas og köku kostaði 999 krónur fyrir rúmu ári síðan en kostar í dag 1299 krónur. Þetta er 30 prósent hækkun. Eins hefur máltíð dagsins sem inniheldur 12 tommu bát, gosglas og köku  hækkað svipað eða um 29 prósent. Kostaði fyrir rúmi ári síðan 1399 krónur en kostar í 1799 krónur. Þetta kemur fram á grúppunni Vertu á verði á Facebook.

Mannlíf leitaði viðbragða hjá Subway og fékk neðangreint svar frá Svanhildi Erlu Traustadóttur markaðsfulltrúa hjá fyrirtækinu:

„Við hækkuðum verð á tveimur vörum núna í byrjun nóvember (máltíð dagsins og barnabox) eftir að hafa haldið sama verði í þó nokkurn tíma. Við hefðum auðvitað viljað geta boðið neytendum þessar vörur áfram á sama verði og vorum búin að vera streitast á móti því að þurfa að hækka verð líkt og næstum allir okkar samkeppnisaðilar voru búnir að gera. Hækkunin nam 200 (barnabox) 300 (6 tommu) og 400 kr. (12 tommu)

Ástæðan fyrir hækkun er síhækkandi verðbólga og kostnaður t.a.m. hráefniskostnaður, flutningskostnaður, launakostnaður o.s.frv.

Við erum samt fegin því að hafa ekki þurft að hækka alla verðskrána og teljum okkur vera bjóða neytendum upp á eitt besta verðið á markaðnum miðað við sambærilegar vörur“.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -