Mánudagur 22. júlí, 2024
8.8 C
Reykjavik

Gríðarleg innspýting í vændum á Reykjanesi: H2V mun setja fimmtán milljarða í metanólframleiðslu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrirtækið Hydrogen Ventures Limited – eða H2V eins og það er gjarnan nefnt – er á því að Ísland gæti orðið kolefnishlutlaust fyrir árið 2040.

Þetta alþjóðlegt og risastóra orkufyrirtæki hefur uppi áætlanir um umfangsmikla framleiðslu vetnis á Íslandi; vetni sem verður nýtt við framleiðslu metanóls.

Samkvæmt H2V verður Metanólframleiðslan að fullu umhverfisvæn, og fyrirhugað er að verksmiðja fyrirtækisins rísi í Auðlindagarðinum á Reykjanesi; stutt frá öðru af tveimur raforkuverum HS Orku.

Áætlað er að þetta stóra og umfangsmikla verkefni skiptist í tvo áfanga; í fyrri áfanganum er áætlað að afkastageta verksmiðju H2V nemi um 30 megavöttum úr jarðhita við framleiðslu á grænu metanóli.

Í öðrum áfanga er áætlað að framleiðslugeta fyrirtækisins muni verða aukin allverulega.

Það eru engar smá upphæðir sem hér eru í húfi fyrir Reykjanesbæ; áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga er rúmlega 100 milljónir evra – sem í íslenskum krónum er um fimmtán milljarðar.

- Auglýsing -

Það vetni sem til verður mun verða vottað sem grænt vetni; að 100 prósent orkunnar sem notuð er til að framleiða vetnið kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum.

Meira en 80 prósent af orkunotkun okkar Íslendinga byggir á endurnýjanlegum orkugjöfum; fyrst og fremst vatnsafli og jarðhita; markviss uppbygging innviða fyrir framleiðslu græna vetnisins og metanóls getur að mati forsvarsmanna H2V gert Ísland að leiðandi þjóð hvað varðar endurnýjanlega og hreina orku með því að skipta út jarðefnaeldsneyti í samgöngum fyrir endurnýjanlega orkugjafa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -